Má reikna með fleiri uppsögnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 12:17 Talið er að fyrirtæki haldi áfram að hagræða. Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting verði í tíu ára lágmarki á þessu ári. Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira