Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 10:30 Fulltrúar landssamtaka ungmennafélaga á Norðurlöndum funduðu með forsætisráðherrum á Norðurlandaráðsþingi í gær. norden.org/Johannes Jansson „Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG.
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12