Veita útigangskisum mat og skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 19:30 Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879 Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira