Upphitun: Bottas þarf sigur til að stoppa Hamilton Bragi Þórðarson skrifar 31. október 2019 23:00 Hamilton er með rúmlega níu fingur á titlinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira