Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2019 19:15 Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar. Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar.
Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira