Sjálfbærni rædd á Nýsköpunarþingi Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. október 2019 06:00 Leyla Acaroglu er aðalfyrirlesari þingsins. Hún er vinsæl og hefur fyrirlestur hennar á TED fengið yfir milljón áhorf. Fréttablaðið/EPA Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira