Hannes og Kári fundu sér báðir erlend félög til að æfa með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 13:45 Hannes Þór Halldórssson og Kári Árnason Getty/VI Images Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira