Hannes og Kári fundu sér báðir erlend félög til að æfa með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 13:45 Hannes Þór Halldórssson og Kári Árnason Getty/VI Images Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira