Missti meirihluta en heldur völdum Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 07:15 Justin Trudeau fagnar með eiginkonu sinni, Sophie Gregoire-Trudeau, í Montreal í gærkvöldi. AP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, tryggði sér flest sæti á þinginu en hann mun þurfa að stjórna í minnihlutastjórn á sínu öðru kjörtímabili. Flest bendir til að Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið 156 þingsæti, en þá vantar fjórtán sæti upp á að ná hreinum meirihluta. Flokkurinn hlaut 184 þingsæti í kosningunum 2015. Aðalkeppinauturinn, Íhaldsflokkurinn, bætir töluvert við sig og fær 122 sæti en var með 95 á nýliðnu kjörtímabili. Trudeau þarf því að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum og er helst talað um Nýja lýðræðisflokkinn (NDP) í því sambandi en leiðtogi hans, Jagmeet Singh, hefur slegið í gegn í kosningabaráttunni. Hlaut flokkur Singh 24 þingsæti á þinginu þar sem alls eiga 338 þingmenn sæti. Flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec virðist hafa tryggt sér 32 þingsæti, sem er mikil aukning frá síðustu kosningum þegar hann hlaut tíu. Minnihlutastjórnir eru fremur algengar í Kanada en þrjár slíkar hafa starfað í landinu síðastliðin fimmtán ár. Kosningaþátttakan nú var í kringum 65 prósent. Trudeau þakkaði Kanadamönnum fyrir að treysta sér og Frjálslynda flokknum fyrir að stýra landinu áfram. Sagðist hann ætla að vinna ötullega fyrir alla landsmenn, burtséð frá því hvernig þeir greiddu atkvæði í kosningunum.Thank you, Canada, for putting your trust in our team and for having faith in us to move this country in the right direction. Regardless of how you cast your vote, our team will work hard for all Canadians. — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 22, 2019Kosningabaráttan þótti sérstaklega hörð í þetta skiptið þar sem meðal annars var sótt harkalega að Trudeau. Var hann sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, auk þess að mikið var rætt um gamlar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Mögulega til marks um harða kosningabaráttu vakti það athygli þegar Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsmanna, hóf ræðu sína eftir að ljóst var að Trudeau yrði áfram við völd. Í miðri ræðu Scheer hóf Trudeau sigurræðu sína frá kosningamiðstöðinni í Montreal sem fékk sjónvarpsstöðvarnar að beina athyglinni frá Scheer og til Trudeau. Scheer hafði þá áður hringt í Trudeau og óskað honum til hamingju með sigurinn. Í sigurræðu sinni lagði Trudeau áherslu á glímuna við loftslagsbreytingarnar, að takast á við skotvopnafaraldurinn í landinu og að nauðsynlegt væri að „fjárfesta í Kanadamönnum“.A fitting cap to a nasty election campaign: Trudeau starts victory speech moments after Scheer gives his speech, forcing networks to cut away #elxn43#cdnpolipic.twitter.com/pvYvX1CaSM — Richard Madan (@RichardMadan) October 22, 2019 Kanada Tengdar fréttir „Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07 Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, tryggði sér flest sæti á þinginu en hann mun þurfa að stjórna í minnihlutastjórn á sínu öðru kjörtímabili. Flest bendir til að Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið 156 þingsæti, en þá vantar fjórtán sæti upp á að ná hreinum meirihluta. Flokkurinn hlaut 184 þingsæti í kosningunum 2015. Aðalkeppinauturinn, Íhaldsflokkurinn, bætir töluvert við sig og fær 122 sæti en var með 95 á nýliðnu kjörtímabili. Trudeau þarf því að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum og er helst talað um Nýja lýðræðisflokkinn (NDP) í því sambandi en leiðtogi hans, Jagmeet Singh, hefur slegið í gegn í kosningabaráttunni. Hlaut flokkur Singh 24 þingsæti á þinginu þar sem alls eiga 338 þingmenn sæti. Flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec virðist hafa tryggt sér 32 þingsæti, sem er mikil aukning frá síðustu kosningum þegar hann hlaut tíu. Minnihlutastjórnir eru fremur algengar í Kanada en þrjár slíkar hafa starfað í landinu síðastliðin fimmtán ár. Kosningaþátttakan nú var í kringum 65 prósent. Trudeau þakkaði Kanadamönnum fyrir að treysta sér og Frjálslynda flokknum fyrir að stýra landinu áfram. Sagðist hann ætla að vinna ötullega fyrir alla landsmenn, burtséð frá því hvernig þeir greiddu atkvæði í kosningunum.Thank you, Canada, for putting your trust in our team and for having faith in us to move this country in the right direction. Regardless of how you cast your vote, our team will work hard for all Canadians. — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 22, 2019Kosningabaráttan þótti sérstaklega hörð í þetta skiptið þar sem meðal annars var sótt harkalega að Trudeau. Var hann sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, auk þess að mikið var rætt um gamlar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Mögulega til marks um harða kosningabaráttu vakti það athygli þegar Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsmanna, hóf ræðu sína eftir að ljóst var að Trudeau yrði áfram við völd. Í miðri ræðu Scheer hóf Trudeau sigurræðu sína frá kosningamiðstöðinni í Montreal sem fékk sjónvarpsstöðvarnar að beina athyglinni frá Scheer og til Trudeau. Scheer hafði þá áður hringt í Trudeau og óskað honum til hamingju með sigurinn. Í sigurræðu sinni lagði Trudeau áherslu á glímuna við loftslagsbreytingarnar, að takast á við skotvopnafaraldurinn í landinu og að nauðsynlegt væri að „fjárfesta í Kanadamönnum“.A fitting cap to a nasty election campaign: Trudeau starts victory speech moments after Scheer gives his speech, forcing networks to cut away #elxn43#cdnpolipic.twitter.com/pvYvX1CaSM — Richard Madan (@RichardMadan) October 22, 2019
Kanada Tengdar fréttir „Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07 Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
„Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07
Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30