Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 10:20 Fjöldi hjólhýsa og húsbíla er í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn og var hætta á því að eldurinn bærist í hjólhýsi í kringum hýsið þar sem eldurinn kom upp. Brunavarnir Árnessýslu Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira