Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2019 11:28 Fjöldi lögreglumanna tróð sér inn í lítinn dómsal til að styðja Bjarna Ólaf (í forgrunni í grárri peysu með gulri rönd) í morgun. Vísir/Kjartan Dómari í máli Bjarna Ólafs Magnússonar, lögreglumanns á Suðurlandi, taldi að önnur úrræði til að stöðva för ölvaðs ökumanns hafi verið fullreynd þegar Bjarni Ólafur þvingaði bíl hans út af veginum með þeim afleiðingum að hann valt. Bjarni Ólafur var sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi í morgun. Atburðirnir sem leiddu til ákærunnar áttu sér stað í maí í fyrra. Bjarni Ólafur var þá á meðal lögregluþjóna sem brugðust við útkalli vegna heimilisófriðar á bænum Laugarási í Biskupsstungum. Lögreglumennirnir veittu Ingvari Erni Karlssyni eftirför frá bænum en hafði þá verið við drykkju í á annan sólarhring. Eftir að Ingvar Örn hafði ekið glæfralega og þvingað einn lögreglubílanna út af veginum tók Bjarni Ólafur ákvörðun um að stöðva för hans með því að ýta aftan á horn jeppa hans. Við þriðju snertingu lögreglubílsins og jeppans missti Ingvar Örn stjórn á bifreiðinni þannig að hún valt og fór kollsteypu utan vegar. Ingvar Örn hálsbrotnaði og hlaut aðra áverka. Bjarni Ólafur var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för jeppans. Hann neitaði sök.Ákvörðunin um að þvinga jeppan út af talin eðlileg Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að aksturslag Ingvars Arnar hafi verið stórhættulegt og að lögreglumenn hafi ekki getað dregið aðra ályktun en að hann væri hættulegur sjálfum sér og öðrum vegfarendum. Þegar ákveðið hafi verið að stöðva akstur Ingvars Arnar á þann hátt sem Bjarni Ólafur gerði „voru önnur úrræði til að fá ökumann […] til að stöðva aksturinn fullreynd“ að mati dómsins. „Það er mat dómsins að við þessa[r] aðstæður hafi aðgerðaleysi og óbein eftirför ekki verið valkostur enda ljóst af aðdraganda eftirfararinnar og af eftirförinni sjálfri að ökumaður […] var hættulegur sjálfum sér og öllum vegfarendum, en fram undan var hættulegur vagarkafli,“ segir í dómsorðinu. Ákvörðunin um að þvinga jeppann út af veginum hafi verið tekin með samþykki varðstjóra og aðrir lögreglumenn sem tóku þátt í eftirförinni hafi verið sammála um að það væri nauðsynlegt. Dómurinn taldi þá ákvörðun eðlilega „eins og á stóð“. Aðferðinni hafi verið beitt áður hér á landi og Bjarni Ólafur hafi verið þjálfaður og hefði reynslu af því að beita henni.Bjarni Ólafur (2.f.v.) hafði óskað eftir stuðningi félaga sinna í dómsal á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Fjölmargir þeirra svöruðu kallinu.Vísir/KjartanÞví taldi héraðsdómur ekki sýnt fram á að Bjarni Ólafur hefði ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerðinni. Áverkar sem Ingvar Örn hlaut verði ekki raktir til gáleysis lögreglumannsins. Bjarni Ólafur var sýknaður og þarf ríkið að greiða um 3,2 milljónir króna í sakarkostnað vegna málsins.Nokkur fagnaðarlæti brutust út á meðal líklega um fjörutíu lögregluþjóna sem fylltu lítinn dómsal á fjórðu hæð Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að Guðjón St. Marteinsson, dómari, hafði kveðið upp dóminn í morgun. Þakkaði Bjarni Ólafur þeim stuðninginn. Í viðtali við fréttamann Vísis sagðist Bjarni Ólafur ekki geta annað en taka sömu ákvörðun lenti hann í sambærilegum aðstæðum aftur. „Það er ekkert val um annað í þessari stöðu,“ sagði hann. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16 Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Dómari í máli Bjarna Ólafs Magnússonar, lögreglumanns á Suðurlandi, taldi að önnur úrræði til að stöðva för ölvaðs ökumanns hafi verið fullreynd þegar Bjarni Ólafur þvingaði bíl hans út af veginum með þeim afleiðingum að hann valt. Bjarni Ólafur var sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi í morgun. Atburðirnir sem leiddu til ákærunnar áttu sér stað í maí í fyrra. Bjarni Ólafur var þá á meðal lögregluþjóna sem brugðust við útkalli vegna heimilisófriðar á bænum Laugarási í Biskupsstungum. Lögreglumennirnir veittu Ingvari Erni Karlssyni eftirför frá bænum en hafði þá verið við drykkju í á annan sólarhring. Eftir að Ingvar Örn hafði ekið glæfralega og þvingað einn lögreglubílanna út af veginum tók Bjarni Ólafur ákvörðun um að stöðva för hans með því að ýta aftan á horn jeppa hans. Við þriðju snertingu lögreglubílsins og jeppans missti Ingvar Örn stjórn á bifreiðinni þannig að hún valt og fór kollsteypu utan vegar. Ingvar Örn hálsbrotnaði og hlaut aðra áverka. Bjarni Ólafur var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för jeppans. Hann neitaði sök.Ákvörðunin um að þvinga jeppan út af talin eðlileg Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að aksturslag Ingvars Arnar hafi verið stórhættulegt og að lögreglumenn hafi ekki getað dregið aðra ályktun en að hann væri hættulegur sjálfum sér og öðrum vegfarendum. Þegar ákveðið hafi verið að stöðva akstur Ingvars Arnar á þann hátt sem Bjarni Ólafur gerði „voru önnur úrræði til að fá ökumann […] til að stöðva aksturinn fullreynd“ að mati dómsins. „Það er mat dómsins að við þessa[r] aðstæður hafi aðgerðaleysi og óbein eftirför ekki verið valkostur enda ljóst af aðdraganda eftirfararinnar og af eftirförinni sjálfri að ökumaður […] var hættulegur sjálfum sér og öllum vegfarendum, en fram undan var hættulegur vagarkafli,“ segir í dómsorðinu. Ákvörðunin um að þvinga jeppann út af veginum hafi verið tekin með samþykki varðstjóra og aðrir lögreglumenn sem tóku þátt í eftirförinni hafi verið sammála um að það væri nauðsynlegt. Dómurinn taldi þá ákvörðun eðlilega „eins og á stóð“. Aðferðinni hafi verið beitt áður hér á landi og Bjarni Ólafur hafi verið þjálfaður og hefði reynslu af því að beita henni.Bjarni Ólafur (2.f.v.) hafði óskað eftir stuðningi félaga sinna í dómsal á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Fjölmargir þeirra svöruðu kallinu.Vísir/KjartanÞví taldi héraðsdómur ekki sýnt fram á að Bjarni Ólafur hefði ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerðinni. Áverkar sem Ingvar Örn hlaut verði ekki raktir til gáleysis lögreglumannsins. Bjarni Ólafur var sýknaður og þarf ríkið að greiða um 3,2 milljónir króna í sakarkostnað vegna málsins.Nokkur fagnaðarlæti brutust út á meðal líklega um fjörutíu lögregluþjóna sem fylltu lítinn dómsal á fjórðu hæð Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að Guðjón St. Marteinsson, dómari, hafði kveðið upp dóminn í morgun. Þakkaði Bjarni Ólafur þeim stuðninginn. Í viðtali við fréttamann Vísis sagðist Bjarni Ólafur ekki geta annað en taka sömu ákvörðun lenti hann í sambærilegum aðstæðum aftur. „Það er ekkert val um annað í þessari stöðu,“ sagði hann.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16 Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15