Ferðamannaborgin Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Í samstarfi við helstu hagsmunaaðila vinnur Reykjavíkurborg nú að nýrri ferðamálastefnu, sem á að leiða veginn að Reykjavík sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Lokaskrefin nú eru að vinna úr tillögum sem komu úr opnu umsagnarferli svo til verði fullmótuð stefna um snjalla, aðgengilega og umhverfisvæna ferðamannaborg. Ferðaþjónustan er mikilvæg stoð atvinnulífsins, sem skapar fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum miklar tekjur. Hún hefur líka verið jákvæður drifkraftur í þróun og uppbyggingu borgarinnar. Nú er tímabært að skapa ferðamennsku í Reykjavík heildstæðan ramma til að þessi atvinnugrein geti vaxið á sjálfbæran hátt. Á undanförnum áratug hefur fjöldi ferðamanna stóraukist með tilheyrandi áhrifum á mannlíf borgarinnar, íbúana og atvinnulífið. Þessi gróska hefur einnig reynt á innviði borgarinnar og þolrif íbúa, ekki síst þeirra sem búa nærri miðborginni. Því er mikilvægt að uppbygging borgarinnar, sem áfangastaðar ferðamanna, verði í sem mestri sátt á milli íbúa og ferðaþjónustunnar og að Reykjavíkurborg efli bæði samtal og upplýsingagjöf. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar eru þrjú. Að Reykjavík sé lifandi og framsækin mannlífsborg, umvafin einstakri náttúru. Lögð verður áhersla á sérstöðu Reykjavíkur og hennar skapandi listalíf, öflugt þekkingarstarf og hágæðaþjónustu en líka einstaka náttúru. Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu í sátt við samfélagið, m.a. með því að stefna að kolefnisjafnaðri ferðaþjónustu með minni neikvæðum umhverfisáhrifum, betur dreifðu álagi um borgina og með auknu samtali við íbúa. Að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem snýr að ferðaþjónustu, verði samræmt, einfaldað, skilvirkt og snjallt með markvissri uppbyggingu stafrænna lausna fyrir gesti, borg og borgarbúa. Ferðamálastefnan á að verða leiðarvísir að betri borg sem auðgar líf okkar allra, hvort sem við búum hér, störfum eða erum velkomnir gestir.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í samstarfi við helstu hagsmunaaðila vinnur Reykjavíkurborg nú að nýrri ferðamálastefnu, sem á að leiða veginn að Reykjavík sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Lokaskrefin nú eru að vinna úr tillögum sem komu úr opnu umsagnarferli svo til verði fullmótuð stefna um snjalla, aðgengilega og umhverfisvæna ferðamannaborg. Ferðaþjónustan er mikilvæg stoð atvinnulífsins, sem skapar fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum miklar tekjur. Hún hefur líka verið jákvæður drifkraftur í þróun og uppbyggingu borgarinnar. Nú er tímabært að skapa ferðamennsku í Reykjavík heildstæðan ramma til að þessi atvinnugrein geti vaxið á sjálfbæran hátt. Á undanförnum áratug hefur fjöldi ferðamanna stóraukist með tilheyrandi áhrifum á mannlíf borgarinnar, íbúana og atvinnulífið. Þessi gróska hefur einnig reynt á innviði borgarinnar og þolrif íbúa, ekki síst þeirra sem búa nærri miðborginni. Því er mikilvægt að uppbygging borgarinnar, sem áfangastaðar ferðamanna, verði í sem mestri sátt á milli íbúa og ferðaþjónustunnar og að Reykjavíkurborg efli bæði samtal og upplýsingagjöf. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar eru þrjú. Að Reykjavík sé lifandi og framsækin mannlífsborg, umvafin einstakri náttúru. Lögð verður áhersla á sérstöðu Reykjavíkur og hennar skapandi listalíf, öflugt þekkingarstarf og hágæðaþjónustu en líka einstaka náttúru. Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu í sátt við samfélagið, m.a. með því að stefna að kolefnisjafnaðri ferðaþjónustu með minni neikvæðum umhverfisáhrifum, betur dreifðu álagi um borgina og með auknu samtali við íbúa. Að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem snýr að ferðaþjónustu, verði samræmt, einfaldað, skilvirkt og snjallt með markvissri uppbyggingu stafrænna lausna fyrir gesti, borg og borgarbúa. Ferðamálastefnan á að verða leiðarvísir að betri borg sem auðgar líf okkar allra, hvort sem við búum hér, störfum eða erum velkomnir gestir.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar