Sökuðu hvor annan um hringlandahátt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Sigurður Ingi Jóhannsson og Björn Leví Gunnarsson tókust á um veggjöld í morgun. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira