Ingi Þór: Höfum við ekki öllu að tapa? Árni Jóhannsson skrifar 24. október 2019 21:15 Ingi Þór var ekki sáttur þrátt fyrir sigur í kvöld. Vísir/Daníel Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn