Upplýst ákvarðanataka Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 25. október 2019 11:30 Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Samgöngur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Tengdar fréttir Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15 Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15
Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar