Bandaríkjastjórn herðir á efnahagsstríðinu gegn Kúbu Gylfi Páll Hersir skrifar 28. október 2019 11:00 Hinn 18. október síðastliðinn tilkynnti Bandaríkjastjórn um nýjar aðgerðir til þess að herða á 60 ára viðvarandi efnahagsstríði sínu gegn Kúbu. Elliot Abrams, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Venesúela orðaði það þannig: „Við erum alltaf að leita leiða til þess að þrengja að Kúbu vegna þess að við sjáum þar engar framfarir, hvorki m.t.t. Venesúela né mannréttinda innanlands.“ Markmið Bandaríkjastjórnar er að grafa undir byltingarstjórninni á Kúbu. Bandaríska ráðastéttin, jafnt Repúblikanar sem Demókratar óttast byltingarfordæmið sem sýnir að vinnandi fólk getur tekið völdin í sínar hendur af eignastéttinni og skipulagt samfélagið upp á nýtt í sína þágu. Einmitt þessu fordæmi vildu margir fylgja ekki hvað síst í löndum Suður- og Mið-Ameríku, Bandaríkjastjórn hefur löngum haft af því áhyggjur. Í apríl ákvað ríkisstjórn Donald Trumps að staðfesta lið III í Helms-Burton lagaviðbótunum sem stjórn Bill Clintons setti en ákvað að virkja ekki á sínum tíma. Þar með er opnað fyrir lögsókn Kúbana í Bandaríkjunum sem krefjast bóta fyrir þann gróða sem þeir telja sig hafa orðið af vegna þjóðnýtingar á tímum byltingarinnar. Síðan hafa 18 kröfur verið settar fram m.a. af José Ramón López Regueiro, syni fyrrum eiganda alþjóðaflugvallarins í Havana – hann krefst þrjú þúsund milljóna Bandaríkjadala frá American Airlines og Latam Airlines í Chile. Í júní ákvað stjórn Trumps að takmarka frekar ferðafrelsi landa sinna til Kúbu, en stjórn Barack Obama hafði losað um þær hömlur 2016. Meðal þeirra voru „einstaklingsferðir“ og bann á viðkomu skemmtiferðaskipa, einkaskúta og fiskibáta. Gjaldeyristekjur vegna komu ferðafólks rýrnuðu umtalsvert við þessar aðgerðir. Í september setti Bandaríkjastjórn Raúl Castro og fjögur barna hans á bannlista yfir þá sem mega ferðast til Bandaríkjanna. Í október bannaði Bandaríkjastjórn innflutning tækjavöru af ýmsu tagi ef 10% hennar eru bandarísk að uppruna í stað 25% eins og verið hafði áður. Loks hefur nú verið bannað að leigja Kúbu flugvélar frá bandarískum fyrirtækjum. Það er lykilatriði í augum Bandaríkjastjórnar að koma í veg fyrir innflutning á olíu til Kúbu, sérstaklega frá Venesúela. Bann hennar tekur til fyrirtækja sem sjá um olíuflutning sem og skipa þeirra. Stjórn Venesúela hefur reynt að flytja olíu með eigin skipum en samdráttur og efnahagsstríð Bandaríkjanna hefur gert þeim erfitt fyrir. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu varaði við því í sjónvarpi að grípa þyrfti til erfiðra aðgerða. Til þess að spara eldsneyti hefur verið skrúfað fyrir loftkælingu í ríkisstjórnarbyggingum. Skorið hefur verið niður í almenningssamgöngum, farþegum fækkaði um helming. Uxar koma nú víða í stað traktora í landbúnaði, stál- og sementsframleiðsla dróst saman og langar biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum. Starfsfólki hins opinbera sem ekur um á ríkisbifreiðum ber að taka upp farþega á strætóstoppistöðum. Margir aðrir gera slíkt hið sama en það er siður sem einkennir byltinguna á Kúbu. Bandaríkjastjórn hefur ekki í hyggju að slaka á. Um miðjan september rak Trump, John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa vegna þess að hann stæði í vegi fyrir því að Bandaríkin drægju sig út úr, „endalausum styrjöldum“ um allan heim. Tveimur dögum síðar skrifaði Trump á Twitter: „Skoðanir mínar á Venesúela og sérstaklega á Kúbu ná mun lengra en skoðanir John Bolton. Hann hélt aftur af mér“. Að lokum þetta: Árið 1959 steyptu verkafólk og bændur Fulgencio Batista einræðisherra Kúbu af stóli. Hann var dyggilega studdur af Bandaríkjastjórn. Byltingarstjórnin tók í kjölfarið til við að skipuleggja samfélagið í þágu verkafólks og bænda og hefur stutt baráttu kúgaðra dyggilega um allan heim. Byltingin á Kúbu er gott fordæmi.Höfundur er áhugasamur um það sem gengur á í heiminum og hefur margoft komið til Kúbu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Kúba Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hinn 18. október síðastliðinn tilkynnti Bandaríkjastjórn um nýjar aðgerðir til þess að herða á 60 ára viðvarandi efnahagsstríði sínu gegn Kúbu. Elliot Abrams, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Venesúela orðaði það þannig: „Við erum alltaf að leita leiða til þess að þrengja að Kúbu vegna þess að við sjáum þar engar framfarir, hvorki m.t.t. Venesúela né mannréttinda innanlands.“ Markmið Bandaríkjastjórnar er að grafa undir byltingarstjórninni á Kúbu. Bandaríska ráðastéttin, jafnt Repúblikanar sem Demókratar óttast byltingarfordæmið sem sýnir að vinnandi fólk getur tekið völdin í sínar hendur af eignastéttinni og skipulagt samfélagið upp á nýtt í sína þágu. Einmitt þessu fordæmi vildu margir fylgja ekki hvað síst í löndum Suður- og Mið-Ameríku, Bandaríkjastjórn hefur löngum haft af því áhyggjur. Í apríl ákvað ríkisstjórn Donald Trumps að staðfesta lið III í Helms-Burton lagaviðbótunum sem stjórn Bill Clintons setti en ákvað að virkja ekki á sínum tíma. Þar með er opnað fyrir lögsókn Kúbana í Bandaríkjunum sem krefjast bóta fyrir þann gróða sem þeir telja sig hafa orðið af vegna þjóðnýtingar á tímum byltingarinnar. Síðan hafa 18 kröfur verið settar fram m.a. af José Ramón López Regueiro, syni fyrrum eiganda alþjóðaflugvallarins í Havana – hann krefst þrjú þúsund milljóna Bandaríkjadala frá American Airlines og Latam Airlines í Chile. Í júní ákvað stjórn Trumps að takmarka frekar ferðafrelsi landa sinna til Kúbu, en stjórn Barack Obama hafði losað um þær hömlur 2016. Meðal þeirra voru „einstaklingsferðir“ og bann á viðkomu skemmtiferðaskipa, einkaskúta og fiskibáta. Gjaldeyristekjur vegna komu ferðafólks rýrnuðu umtalsvert við þessar aðgerðir. Í september setti Bandaríkjastjórn Raúl Castro og fjögur barna hans á bannlista yfir þá sem mega ferðast til Bandaríkjanna. Í október bannaði Bandaríkjastjórn innflutning tækjavöru af ýmsu tagi ef 10% hennar eru bandarísk að uppruna í stað 25% eins og verið hafði áður. Loks hefur nú verið bannað að leigja Kúbu flugvélar frá bandarískum fyrirtækjum. Það er lykilatriði í augum Bandaríkjastjórnar að koma í veg fyrir innflutning á olíu til Kúbu, sérstaklega frá Venesúela. Bann hennar tekur til fyrirtækja sem sjá um olíuflutning sem og skipa þeirra. Stjórn Venesúela hefur reynt að flytja olíu með eigin skipum en samdráttur og efnahagsstríð Bandaríkjanna hefur gert þeim erfitt fyrir. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu varaði við því í sjónvarpi að grípa þyrfti til erfiðra aðgerða. Til þess að spara eldsneyti hefur verið skrúfað fyrir loftkælingu í ríkisstjórnarbyggingum. Skorið hefur verið niður í almenningssamgöngum, farþegum fækkaði um helming. Uxar koma nú víða í stað traktora í landbúnaði, stál- og sementsframleiðsla dróst saman og langar biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum. Starfsfólki hins opinbera sem ekur um á ríkisbifreiðum ber að taka upp farþega á strætóstoppistöðum. Margir aðrir gera slíkt hið sama en það er siður sem einkennir byltinguna á Kúbu. Bandaríkjastjórn hefur ekki í hyggju að slaka á. Um miðjan september rak Trump, John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa vegna þess að hann stæði í vegi fyrir því að Bandaríkin drægju sig út úr, „endalausum styrjöldum“ um allan heim. Tveimur dögum síðar skrifaði Trump á Twitter: „Skoðanir mínar á Venesúela og sérstaklega á Kúbu ná mun lengra en skoðanir John Bolton. Hann hélt aftur af mér“. Að lokum þetta: Árið 1959 steyptu verkafólk og bændur Fulgencio Batista einræðisherra Kúbu af stóli. Hann var dyggilega studdur af Bandaríkjastjórn. Byltingarstjórnin tók í kjölfarið til við að skipuleggja samfélagið í þágu verkafólks og bænda og hefur stutt baráttu kúgaðra dyggilega um allan heim. Byltingin á Kúbu er gott fordæmi.Höfundur er áhugasamur um það sem gengur á í heiminum og hefur margoft komið til Kúbu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun