Lykilatriði að stefna Íslandsbanka hreyfi ekki við ritstjórnarlegu sjálfstæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2019 09:12 Lilja Alfreðsdóttir liggur undir feldi þessa dagana en skipan Þjóðleikhússtjóra er handan við hornið. Hún lýsir útspili Íslandsbanka og umræðunni þar í kring sem máli málanna. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að tryggt þurfi að vera að stefna Íslandsbanka að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum með afgerandi kynjahalla hafi ekki áhrif á ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla. Þetta kom fram í máli ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Formaður Blaðamannafélags Íslands telur nauðsynlegt að Íslandsbanki setji sér og birti gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár. Ráðherra lísti málinu sem „máli málanna“ síðan stefna bankans var kynnt í pistli sem Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, skrifaði á Vísi. Íslandsbanki ætlar ekki að auglýsa hjá þeim fjölmiðlum sem ekki gæta að kynjajafnréttindum í sinni dagskrárgerð. Edda og Birna Einarsdóttir bankastjóri telja að nú sé nóg talað og kominn tími á framkvæmdir.„Við viljum auðvitað öll hafa jafnrétti í samfélaginu okkar og erum mjög lánsöm að búa í samfélagi þar sem er lögð mikil áhersla á jafnréttismál. Bara þessi áhersla hefur skilað okkur mikilli efnahagslegri hagsæld. Mikil atvinnuþátttaka kvenna hefur valdið því að hagvöxtur er hærri á Norðurlöndunum og á Íslandi,“ segir Lilja. „Öll viljum við búa í þannig samfélagi þar sem bæði kynin hafa jafnan rétt á þátttöku hvort sem er í námi, starfi eða einhverju slíku.“Íslandsbanki hafi frelsi til að móta stefnu Varðandi þetta mál finnist ráðherra lykilatriði að fjölmiðlar hafi ritstjórnarlegt frelsi. „Við höfum heyrt af mörgum fjölmiðlum sem hafa áhyggjur af því. Að sama skapi hefur Íslandsbanki frelsi til að setja sér ákveðna stefnu en ber að sama skapi ábyrgð á þeirri stefnu.“ Lilja minnir á að fjölmiðlar séu fjórða valdið í samfélaginu og því skipti miklu máli að öll umgjörð þar í kring sé styrk og góð. „Við höfum verið að vinna að því í ríkisstjórn að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar til fjölmiðlafrumvarps sem samþykkt var í ríkisstjórn í maí og í framhaldinu lagt fyrir Alþingi. Meðal aðgerða sem ráðherra skoðar til að jafna stöðu á auglýsingamarkaði er að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en tryggja fé með öðrum hætti úr ríkissjóði. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsókn, hafa líst yfir andstöðu við frumvarpið. Spjall ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun má heyra hér að neðan.Slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli Formaður Blaðamannafélags Íslands segir í pistli í morgun nauðsynlegt að Íslandsbanki setji sér og birti gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár. „Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin?“ segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelm„Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera.“ Það hljóti einnig að verða að spyrja þess hvort sú „afdrifaríka stefna“ að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? „Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli?“ Stjórn bankans hljóti að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. „Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.“Málið var til umræðu í Víglínunnu á Stöð 2 í gær. Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Bítið Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að tryggt þurfi að vera að stefna Íslandsbanka að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum með afgerandi kynjahalla hafi ekki áhrif á ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla. Þetta kom fram í máli ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Formaður Blaðamannafélags Íslands telur nauðsynlegt að Íslandsbanki setji sér og birti gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár. Ráðherra lísti málinu sem „máli málanna“ síðan stefna bankans var kynnt í pistli sem Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, skrifaði á Vísi. Íslandsbanki ætlar ekki að auglýsa hjá þeim fjölmiðlum sem ekki gæta að kynjajafnréttindum í sinni dagskrárgerð. Edda og Birna Einarsdóttir bankastjóri telja að nú sé nóg talað og kominn tími á framkvæmdir.„Við viljum auðvitað öll hafa jafnrétti í samfélaginu okkar og erum mjög lánsöm að búa í samfélagi þar sem er lögð mikil áhersla á jafnréttismál. Bara þessi áhersla hefur skilað okkur mikilli efnahagslegri hagsæld. Mikil atvinnuþátttaka kvenna hefur valdið því að hagvöxtur er hærri á Norðurlöndunum og á Íslandi,“ segir Lilja. „Öll viljum við búa í þannig samfélagi þar sem bæði kynin hafa jafnan rétt á þátttöku hvort sem er í námi, starfi eða einhverju slíku.“Íslandsbanki hafi frelsi til að móta stefnu Varðandi þetta mál finnist ráðherra lykilatriði að fjölmiðlar hafi ritstjórnarlegt frelsi. „Við höfum heyrt af mörgum fjölmiðlum sem hafa áhyggjur af því. Að sama skapi hefur Íslandsbanki frelsi til að setja sér ákveðna stefnu en ber að sama skapi ábyrgð á þeirri stefnu.“ Lilja minnir á að fjölmiðlar séu fjórða valdið í samfélaginu og því skipti miklu máli að öll umgjörð þar í kring sé styrk og góð. „Við höfum verið að vinna að því í ríkisstjórn að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar til fjölmiðlafrumvarps sem samþykkt var í ríkisstjórn í maí og í framhaldinu lagt fyrir Alþingi. Meðal aðgerða sem ráðherra skoðar til að jafna stöðu á auglýsingamarkaði er að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en tryggja fé með öðrum hætti úr ríkissjóði. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsókn, hafa líst yfir andstöðu við frumvarpið. Spjall ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun má heyra hér að neðan.Slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli Formaður Blaðamannafélags Íslands segir í pistli í morgun nauðsynlegt að Íslandsbanki setji sér og birti gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár. „Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin?“ segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelm„Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera.“ Það hljóti einnig að verða að spyrja þess hvort sú „afdrifaríka stefna“ að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? „Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli?“ Stjórn bankans hljóti að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. „Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.“Málið var til umræðu í Víglínunnu á Stöð 2 í gær.
Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Bítið Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira