Reiknar með því að fækka stöðugildum hjá Símanum um fjörutíu á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 11:38 Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem keypti sýningarréttinn á enska boltanum til þriggja ára. vísir/vilhelm Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira