Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 22:50 Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins segir rekstrarumhverfið erfitt. VISIR/VILHELM Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, kærði blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011.Ósanngjörn byrði Notkun Gunnars á stefnumótaforritinu Tinder var grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV. Vísað var í alls fjórar fréttir DV um afplánun hans og fríðindi en vinnubrögð og framsetning fréttar Ágústs Borgþórs frá 19. júlí 2019, Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti sem frjáls maður, var kærð til siðanefndarinnar. Kærandi kvartaði meðal annars yfir því að blaðamaður hafi nálgast fangann fyrir utan Vernd til að falast eftir viðtali. Einnig að blaðamaður hafi lýst útliti fangans, en lýsingin hafi ekki átt erindi við almenning. Lýsing og mynd var birt á bifreiðinni sem fanginn hafði til afnota, en bifreiðin er í eigu móður hans. Heimilisfang hennar hafi einnig verið birt. Í úrskurðinum er nafn fangans ekki tekið fram. „Í umfjöllun Siðanefndar vöknuðu spurningar um það hvort settar hafi verið fram óþarflega nákvæmar upplýsingar um aðstandendur NN andspænis rétti þeirra og NN til friðhelgis einkalífs. Í þessu samhengi var sérstaklega litið til tilgreiningar á lögheimili móður NN. Siðanefnd getur ekki fallist á það sjónarmið kærðu að upplýsingarnar væru ekki viðkvæmar og að þær væru eðlilegar upplýsingar um heimili opinberra persóna.“ Einnig gerði kærandi athugasemd við að rifjaður hafi verið upp fjölskylduharmleikur fangans. Um það segir í úrskurðinum: „Hvað varðar upplýsingagjöf í hinni kærðu frásögn um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður hans er að mati siðanefndar ekkert sem réttlætir þá umfjöllun. Siðanefnd telur hvað þessi atriði varðar að kærður fjölmiðill hafi ekki auðsýnt tillitssemi í vandasömu máli og lagt ósanngjarna byrði á saklausa þriðja aðila. Sama gildir í raun um viðkomandi fanga.“Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil.Fréttablaðið/ErnirAlvarlegt brot Er meðal annars vitnað í mikilvægi þess að fjölmiðlar hafi frelsi til að fjalla um erfið mál og refsivist fanga sé þar engin undantekning. Siðanefnd bauð hinum kærðu að veita andsvör sem bárust 27. ágúst. Þar segir að þeim hafi þótt umfjöllunin brýn í þágu almannahagsmuna. „Það er ekkert í frásögninni og myndunum sem gefur til kynna annað en að viðkomandi fangi hafi við afplánun sína verið til fyrirmyndar. Viðkomandi er ekki síafbrotamaður sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Afplánun hans er langt komin og ekki með nokkru móti sýnt fram á það í frásögn fjölmiðilsins að afplánunarúrræði hjá Vernd eða leyfi til að stunda vinnu séu á einhvern hátt óeðlilegar ráðstafanir eða andstæðar lagaheimildum.“ Varðandi myndbirtingarnar sem Afstaða kærði á grundvelli þess að þær hafi verið teknar úr launsátri, segir að ekkert bendi til þess að þörf hafi verið á að leyna myndatökunni á vinnustað fangans. Hin leynda myndataka hafi ekki þjónað forvarnarhlutverki og verið óþörf. Í þessu hafi falist brot gegn 3. og 4. grein siðareglna. „Í andsvari sínu segja kærðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri beri endanlega ábyrgð á textanum og telst hún því brotleg við siðareglur. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur ekki gerst brotlegur við siðareglur þar sem Lilja Katrín tekur á sig fulla ábyrgð á fréttinni.“ Í úrskurðinum segir að Lilja Katrín Gunnarsdóttir telst hafa brotið gegn 3.gr og 4. gr. siðareglna og telst brotið alvarlegt.Fréttin hefur verið uppfærð. Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, kærði blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011.Ósanngjörn byrði Notkun Gunnars á stefnumótaforritinu Tinder var grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV. Vísað var í alls fjórar fréttir DV um afplánun hans og fríðindi en vinnubrögð og framsetning fréttar Ágústs Borgþórs frá 19. júlí 2019, Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti sem frjáls maður, var kærð til siðanefndarinnar. Kærandi kvartaði meðal annars yfir því að blaðamaður hafi nálgast fangann fyrir utan Vernd til að falast eftir viðtali. Einnig að blaðamaður hafi lýst útliti fangans, en lýsingin hafi ekki átt erindi við almenning. Lýsing og mynd var birt á bifreiðinni sem fanginn hafði til afnota, en bifreiðin er í eigu móður hans. Heimilisfang hennar hafi einnig verið birt. Í úrskurðinum er nafn fangans ekki tekið fram. „Í umfjöllun Siðanefndar vöknuðu spurningar um það hvort settar hafi verið fram óþarflega nákvæmar upplýsingar um aðstandendur NN andspænis rétti þeirra og NN til friðhelgis einkalífs. Í þessu samhengi var sérstaklega litið til tilgreiningar á lögheimili móður NN. Siðanefnd getur ekki fallist á það sjónarmið kærðu að upplýsingarnar væru ekki viðkvæmar og að þær væru eðlilegar upplýsingar um heimili opinberra persóna.“ Einnig gerði kærandi athugasemd við að rifjaður hafi verið upp fjölskylduharmleikur fangans. Um það segir í úrskurðinum: „Hvað varðar upplýsingagjöf í hinni kærðu frásögn um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður hans er að mati siðanefndar ekkert sem réttlætir þá umfjöllun. Siðanefnd telur hvað þessi atriði varðar að kærður fjölmiðill hafi ekki auðsýnt tillitssemi í vandasömu máli og lagt ósanngjarna byrði á saklausa þriðja aðila. Sama gildir í raun um viðkomandi fanga.“Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil.Fréttablaðið/ErnirAlvarlegt brot Er meðal annars vitnað í mikilvægi þess að fjölmiðlar hafi frelsi til að fjalla um erfið mál og refsivist fanga sé þar engin undantekning. Siðanefnd bauð hinum kærðu að veita andsvör sem bárust 27. ágúst. Þar segir að þeim hafi þótt umfjöllunin brýn í þágu almannahagsmuna. „Það er ekkert í frásögninni og myndunum sem gefur til kynna annað en að viðkomandi fangi hafi við afplánun sína verið til fyrirmyndar. Viðkomandi er ekki síafbrotamaður sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Afplánun hans er langt komin og ekki með nokkru móti sýnt fram á það í frásögn fjölmiðilsins að afplánunarúrræði hjá Vernd eða leyfi til að stunda vinnu séu á einhvern hátt óeðlilegar ráðstafanir eða andstæðar lagaheimildum.“ Varðandi myndbirtingarnar sem Afstaða kærði á grundvelli þess að þær hafi verið teknar úr launsátri, segir að ekkert bendi til þess að þörf hafi verið á að leyna myndatökunni á vinnustað fangans. Hin leynda myndataka hafi ekki þjónað forvarnarhlutverki og verið óþörf. Í þessu hafi falist brot gegn 3. og 4. grein siðareglna. „Í andsvari sínu segja kærðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri beri endanlega ábyrgð á textanum og telst hún því brotleg við siðareglur. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur ekki gerst brotlegur við siðareglur þar sem Lilja Katrín tekur á sig fulla ábyrgð á fréttinni.“ Í úrskurðinum segir að Lilja Katrín Gunnarsdóttir telst hafa brotið gegn 3.gr og 4. gr. siðareglna og telst brotið alvarlegt.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00