Stútfullir matarstampar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. október 2019 14:31 Mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum samkvæmt rannsókn sem kynnt var á Menntaviku Háskóla Íslands nýlega. Þá er matur barnanna einsleitari hér en í nágrannalöndum okkar. Samt sem áður vill meirihlutinn í borgarstjórn draga úr dýraafurðum sem mun stuðla að enn einsleitari mat. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilji ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er vandamál með marga snertifleti. Eftir því sem matarsóun er meiri þá felur það í sér að fjármunir borgarinnar eru illa nýttir við innkaup matvæla. Þá gefur mikil matarsóun það einnig til kynna að rekstur mötuneyta sé illa skipulagður og að betur megi fara. Matarsóun leiðir til aukins úrgangs og tilheyrandi kostnaðaraukningu við sorphirðu, endurvinnslu og urðun svo ekki sé minnst á kolefnisfótsporið. Ýmis skref er hægt að taka til að stemma stigu við matarsóun í grunnskólum borgarinnar. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að það sé hagstæðara að bjóða út rekstur mötuneyta grunnskólanna. Einnig skiptir máltíðaval miklu máli. Aukin fjölbreytni máltíða og aukin gæði eru til þess fallin að vinna gegn matarsóun. Mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum ef vinna á gegn matarsóun. Hægt er að setja af stað verkefni í skólum, eins og dæmi eru um, þar sem nemendur eru hvattir til að fleygja sem minnst af mat, fá að skammta sér sjálfir á diskinn og vigta síðan hversu mikið af mat þeir henda. Börn hafa almennt séð gaman af verkefnum af þessu tagi þar sem þau sjá mælanlegan ávinning af eigin framlagi. Það er okkar skylda að gefa börnum í Reykjavík tækifæri til að vinna í umhverfismálum í ríkari mæli. Þessi mál varða framtíð barnanna. Ef þau fá tækifæri til að koma með eigin tillögur og vinna að þeim er líklegt að þau beiti sér enn frekar fyrir málstaðnum. Barni sem þykir maturinn góður, fær að skammta sér sjálft, fær nægan tíma og næði til að borða er líklegt til að klára af disknum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum samkvæmt rannsókn sem kynnt var á Menntaviku Háskóla Íslands nýlega. Þá er matur barnanna einsleitari hér en í nágrannalöndum okkar. Samt sem áður vill meirihlutinn í borgarstjórn draga úr dýraafurðum sem mun stuðla að enn einsleitari mat. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilji ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er vandamál með marga snertifleti. Eftir því sem matarsóun er meiri þá felur það í sér að fjármunir borgarinnar eru illa nýttir við innkaup matvæla. Þá gefur mikil matarsóun það einnig til kynna að rekstur mötuneyta sé illa skipulagður og að betur megi fara. Matarsóun leiðir til aukins úrgangs og tilheyrandi kostnaðaraukningu við sorphirðu, endurvinnslu og urðun svo ekki sé minnst á kolefnisfótsporið. Ýmis skref er hægt að taka til að stemma stigu við matarsóun í grunnskólum borgarinnar. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að það sé hagstæðara að bjóða út rekstur mötuneyta grunnskólanna. Einnig skiptir máltíðaval miklu máli. Aukin fjölbreytni máltíða og aukin gæði eru til þess fallin að vinna gegn matarsóun. Mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum ef vinna á gegn matarsóun. Hægt er að setja af stað verkefni í skólum, eins og dæmi eru um, þar sem nemendur eru hvattir til að fleygja sem minnst af mat, fá að skammta sér sjálfir á diskinn og vigta síðan hversu mikið af mat þeir henda. Börn hafa almennt séð gaman af verkefnum af þessu tagi þar sem þau sjá mælanlegan ávinning af eigin framlagi. Það er okkar skylda að gefa börnum í Reykjavík tækifæri til að vinna í umhverfismálum í ríkari mæli. Þessi mál varða framtíð barnanna. Ef þau fá tækifæri til að koma með eigin tillögur og vinna að þeim er líklegt að þau beiti sér enn frekar fyrir málstaðnum. Barni sem þykir maturinn góður, fær að skammta sér sjálft, fær nægan tíma og næði til að borða er líklegt til að klára af disknum sínum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun