Safnar fyrir flugmiða heim með betli eftir svikin loforð um vinnu Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 11. október 2019 21:45 Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“ Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“
Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira