Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 21:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, (t.v.) og Jarosław Kaczyński, leiðtogi og stofnandi Laga- og réttlætisflokksins (t.h.). EPA/ Radek Pietruszka Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35