Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 21:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, (t.v.) og Jarosław Kaczyński, leiðtogi og stofnandi Laga- og réttlætisflokksins (t.h.). EPA/ Radek Pietruszka Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35