SI losa sig við vottunarstofu Björn Þorfinnsson skrifar 14. október 2019 06:45 Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar. Fréttablaðið/Anton Brink Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári. Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás. Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða. Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun. Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun. Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni. Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði. Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári. Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás. Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða. Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun. Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun. Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni. Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði. Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira