Bottas tryggði Mercedes sögulegan titil Bragi Þórðarson skrifar 15. október 2019 06:00 Bottas tryggði sér sinn þriðja sigur á árinu í Japan um helgina. Getty Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegari í japanska kappakstrinum um helgina og fyrir vikið varð Mercedes meistari sjötta árið í röð. Ekkert annað lið hefur náð þeim árangri en auk titla bílasmiða hefur liðið einnig unnið ökumannstitilinn öll þessi ár. Þó á Hamilton eftir að tryggja sér titilinn í ár en aðeins Bottas getur náð honum. Þetta Mercedes lið er því það besta í sögunni og slær metið af hinu magnaði Ferrari liði sem tryggði sér tvöfalda titla frá árunum 2000 til 2004 með Michael Schumacher í broddi fylkingar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að turbo-hybrid vélarnar byrjuðu í Formúlunni árið 2014.GettyFerrari enn og aftur á ráspólEftir fyrstu æfingar leit út fyrir að Mercedes hefði yfirhöndina gegn Ferrari á Suzuka brautinni. Það varð ekki raunin í tímatökum sem fram fóru á sunnudagsmorgni vegna fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Aðeins fimm sinnum í sögu Formúlu 1 höfðu tímatökur verið haldnar samdægurs kappakstrinum. Í öll skiptin voru það Þjóðverjar sem enduðu á ráspól undir þeim kringumstæðum. Sebastian Vettel ákvað að vera ekkert að brjóta þá hefð og tryggði sér ráspól eftir hreint út sagt magnaðann hring. Ferrari læstu fremstu röðinni er Charles Leclerc náði næstbesta tímanum. Hamilton datt alla leið niður í fimmta sætið í ræsingunni en eftir samstuð Max og Charles varð hann þriðji.GettyDraumar Ferrari urðu að martröð strax í fyrstu beygjuVettel fór hræðilega af stað og var dottin niður í annað sætið fyrir fyrstu beygju. Leclerc fór að sama skapi illa af stað. Í annari beygju klessti Mónakó-búinn á Red Bull bíl Max Verstappen með þeim afleiðingum að Max varð frá að hverfa seinna í keppninni. Leclerc kom sjötti í mark en eftir að hafa verið refsað fyrir atvikið á fyrsta hring féll hann niður í sjöunda sætið. Valtteri Bottas flaug af stað og leiddi alla keppnina. Annar þar á eftir kom Sebastian Vettel, aðeins hálfri sekúndu á undan verðandi heimsmeistara, Lewis Hamilton. Hamilton getur tryggt sér titilinn í næstu keppni sem fram fer í Mexíkó eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegari í japanska kappakstrinum um helgina og fyrir vikið varð Mercedes meistari sjötta árið í röð. Ekkert annað lið hefur náð þeim árangri en auk titla bílasmiða hefur liðið einnig unnið ökumannstitilinn öll þessi ár. Þó á Hamilton eftir að tryggja sér titilinn í ár en aðeins Bottas getur náð honum. Þetta Mercedes lið er því það besta í sögunni og slær metið af hinu magnaði Ferrari liði sem tryggði sér tvöfalda titla frá árunum 2000 til 2004 með Michael Schumacher í broddi fylkingar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að turbo-hybrid vélarnar byrjuðu í Formúlunni árið 2014.GettyFerrari enn og aftur á ráspólEftir fyrstu æfingar leit út fyrir að Mercedes hefði yfirhöndina gegn Ferrari á Suzuka brautinni. Það varð ekki raunin í tímatökum sem fram fóru á sunnudagsmorgni vegna fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Aðeins fimm sinnum í sögu Formúlu 1 höfðu tímatökur verið haldnar samdægurs kappakstrinum. Í öll skiptin voru það Þjóðverjar sem enduðu á ráspól undir þeim kringumstæðum. Sebastian Vettel ákvað að vera ekkert að brjóta þá hefð og tryggði sér ráspól eftir hreint út sagt magnaðann hring. Ferrari læstu fremstu röðinni er Charles Leclerc náði næstbesta tímanum. Hamilton datt alla leið niður í fimmta sætið í ræsingunni en eftir samstuð Max og Charles varð hann þriðji.GettyDraumar Ferrari urðu að martröð strax í fyrstu beygjuVettel fór hræðilega af stað og var dottin niður í annað sætið fyrir fyrstu beygju. Leclerc fór að sama skapi illa af stað. Í annari beygju klessti Mónakó-búinn á Red Bull bíl Max Verstappen með þeim afleiðingum að Max varð frá að hverfa seinna í keppninni. Leclerc kom sjötti í mark en eftir að hafa verið refsað fyrir atvikið á fyrsta hring féll hann niður í sjöunda sætið. Valtteri Bottas flaug af stað og leiddi alla keppnina. Annar þar á eftir kom Sebastian Vettel, aðeins hálfri sekúndu á undan verðandi heimsmeistara, Lewis Hamilton. Hamilton getur tryggt sér titilinn í næstu keppni sem fram fer í Mexíkó eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira