Viðskiptavinum Seðlabankans fækkar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 19:00 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að frá og með 1. apríl 2020 muni bankinn fækka þeim aðilum sem geta átt viðskiptareikning í Seðlabankanum. Að því er fram kemur í tilkynningu eru nú í þeim hópi bankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, ríkisstofnanir og ýmsir sjóðir í eigu ríkisins. Frá og með 1. apríl næstkomandi munu eingöngu innlánsstofnanir, það eru viðskiptabankar og sparisjóðir og svo A-hluta stofnanir í eigu ríkisins, eiga þess kost. „Viðskiptareikningum lánafyrirtækja auk sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana verður lokað 31. mars 2020. Lokunin tekur ekki til uppgjörsreikninga. Þá munu sömu aðilar ekki eiga kost á viðskiptum við Seðlabankann frá og með 28. febrúar 2020. Til samræmis við ofangreint mun Seðlabanki Íslands breyta reglum nr. 585/2018 um bindiskyldu og reglum nr. 553/2009 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands á þann hátt að lánafyrirtæki sem hafa starfsleyfi skv. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki verði ekki bindiskyld frá og með 21. mars 2020 og hafi ekki aðgang að viðskiptum við Seðlabankann frá og með 28. febrúar 2020. Markmið Seðlabankans með viðskiptum og lausafjárstýringu er að styðja við miðlun peningastefnunnar út vaxtarófið. Í ljósi þess telur Seðlabankinn betur samræmast hlutverki bankans að haga vaxtamiðlun í gegnum þau fjármálafyrirtæki sem geta með skilvirkum og gagnsæjum hætti miðlað henni áfram til einstaklinga og fyrirtækja í formi innlána eða útlána. Þá er Seðlabankinn ennfremur þeirrar skoðunar að betur samræmist inntaki 2. mgr. 17. gr. laga nr. 36/2001 að bankinn eigi ekki í samkeppni við fjármálafyrirtæki um innstæður. Innlánsreikningar við bankann eigi því ekki að vera kostur í fjárfestingum eða áhættudreifingu, umfram það sem nauðsynlegt er fyrir viðskiptabanka, sparisjóði og fjármálaumsýslu hins opinbera,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Íslenskir bankar Seðlabankinn Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að frá og með 1. apríl 2020 muni bankinn fækka þeim aðilum sem geta átt viðskiptareikning í Seðlabankanum. Að því er fram kemur í tilkynningu eru nú í þeim hópi bankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, ríkisstofnanir og ýmsir sjóðir í eigu ríkisins. Frá og með 1. apríl næstkomandi munu eingöngu innlánsstofnanir, það eru viðskiptabankar og sparisjóðir og svo A-hluta stofnanir í eigu ríkisins, eiga þess kost. „Viðskiptareikningum lánafyrirtækja auk sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana verður lokað 31. mars 2020. Lokunin tekur ekki til uppgjörsreikninga. Þá munu sömu aðilar ekki eiga kost á viðskiptum við Seðlabankann frá og með 28. febrúar 2020. Til samræmis við ofangreint mun Seðlabanki Íslands breyta reglum nr. 585/2018 um bindiskyldu og reglum nr. 553/2009 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands á þann hátt að lánafyrirtæki sem hafa starfsleyfi skv. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki verði ekki bindiskyld frá og með 21. mars 2020 og hafi ekki aðgang að viðskiptum við Seðlabankann frá og með 28. febrúar 2020. Markmið Seðlabankans með viðskiptum og lausafjárstýringu er að styðja við miðlun peningastefnunnar út vaxtarófið. Í ljósi þess telur Seðlabankinn betur samræmast hlutverki bankans að haga vaxtamiðlun í gegnum þau fjármálafyrirtæki sem geta með skilvirkum og gagnsæjum hætti miðlað henni áfram til einstaklinga og fyrirtækja í formi innlána eða útlána. Þá er Seðlabankinn ennfremur þeirrar skoðunar að betur samræmist inntaki 2. mgr. 17. gr. laga nr. 36/2001 að bankinn eigi ekki í samkeppni við fjármálafyrirtæki um innstæður. Innlánsreikningar við bankann eigi því ekki að vera kostur í fjárfestingum eða áhættudreifingu, umfram það sem nauðsynlegt er fyrir viðskiptabanka, sparisjóði og fjármálaumsýslu hins opinbera,“ segir í tilkynningu Seðlabankans.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira