Lykilatriði fyrir fjármagnsútflæði að heimamarkaðurinn sé í lagi Hörður Ægisson skrifar 16. október 2019 08:00 Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta. „Það veldur manni áhyggjum að þátttakendum á verðbréfamarkaði hefur fækkað, sem birtist okkur í því að það hefur dregið úr virkni og seljanleiki er minni en áður, og það aftur veldur því að markaðurinn er ekki að sinna því grunnhlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun félaga hverju sinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, í samtali við Markaðinn. Hann bendir á að þegar leiðrétt sé fyrir Arion banka og Marel, langsamlega stærstu skráðu félögunum, hafi velta á hlutabréfamarkaði það sem af er ári dregist saman. „Hún er núna um fimm prósent sem hlutfall af markaðsvirði félaga í Kauphöllinni en var liðlega sjö prósent á sama tíma fyrir ári,“ útskýrir Hannes. Til að sporna við þessari þróun sé meðal annars mikilvægt að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum með því að heimila þeim, eins og er lagt til í hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins, að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá nefnir Hannes að útgefendur þurfi að hlúa vel að viðskiptavökum sem séu mikilvægir fyrir verðmyndun auk þess sem það megi skoða að gera skyldusparnað í lífeyrissjóði frjálsari en nú er þannig að almenningur hafi meira um það að segja hvernig honum sé ráðstafað. Hann segir að Íslenskir fjárfestar, sem halda á morgun, fimmtudag, upp á 25 ára afmæli verðbréfafyrirtækisins, hafi að undanförnu haldið á lofti þeim sjónarmiðum að það sé lykilatriði, eigi að viðhalda jafnvægi í fjármagnsflæði til og frá landinu, ekki hvað síst fyrir lífeyrissjóðina ætli þeir sér að halda áfram að fjárfesta í stórum stíl erlendis, að heimamarkaðurinn sé í lagi. „Forsenda þess að við fáum innflæði fjármagns á hlutabréfamarkaðinn á móti erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ að sögn Hannesar, „er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki. Þetta eru þau atriði sem skipta erlenda sjóði hvað mestu máli þegar þeir líta til þess að fjárfesta á íslenska markaðinum,“ segir Hannes. Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa verið að taka fjármuni úr virkri stýringu hjá hlutabréfasjóðum, auk þess sem sjóðunum hefur fækkað með sameiningum verðbréfafyrirtækja, og hafa því eignir þeirra sem hlutfall af markaðsvirði skráðra félaga dregist mikið saman á síðustu árum og eru núna um sex prósent. Til samanburðar námu eignir þeirra um 15 prósentum sem hlutfall af virði félaga í Kauphöllinni fyrir aðeins rúmlega þremur árum. „Þetta þýðir með öðrum orðum,“ útskýrir Hannes, „að samkeppnin hefur í þeim skilningi minnkað og með þeim afleiðingum að skoðanaskipti á markaði eru bæði einsleitari og minni en áður.“ Á sama tíma og verðbréfasjóðum hefur fækkað og þeir minnkað, ásamt því að lífeyrissjóðir horfa einkum út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum, hafa umsvif efnamikilla einkafjárfesta verið hverfandi. Hann segir að þetta snúist að miklu leyti um „eggið og hænuna. Einkafjárfestar sýna markaðinum ekki endilega áhuga ef það er lítill sem enginn seljanleiki og aðstæður til að selja í félögum eða færa sig milli eignaflokka eru erfiðar.“ Spurður hvort það séu ekki vaxandi líkur á því, við þessar aðstæður á markaði, að einhver félög fari að huga að afskráningu segir Hannes að það sé „vissulega hætta á að þau sjái ekki hag sínum lengur borgið með því að vera skráð á markað ef ávinningurinn af því er ekki lengur augljós“. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fleiri fréttir Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Sjá meira
„Það veldur manni áhyggjum að þátttakendum á verðbréfamarkaði hefur fækkað, sem birtist okkur í því að það hefur dregið úr virkni og seljanleiki er minni en áður, og það aftur veldur því að markaðurinn er ekki að sinna því grunnhlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun félaga hverju sinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, í samtali við Markaðinn. Hann bendir á að þegar leiðrétt sé fyrir Arion banka og Marel, langsamlega stærstu skráðu félögunum, hafi velta á hlutabréfamarkaði það sem af er ári dregist saman. „Hún er núna um fimm prósent sem hlutfall af markaðsvirði félaga í Kauphöllinni en var liðlega sjö prósent á sama tíma fyrir ári,“ útskýrir Hannes. Til að sporna við þessari þróun sé meðal annars mikilvægt að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum með því að heimila þeim, eins og er lagt til í hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins, að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá nefnir Hannes að útgefendur þurfi að hlúa vel að viðskiptavökum sem séu mikilvægir fyrir verðmyndun auk þess sem það megi skoða að gera skyldusparnað í lífeyrissjóði frjálsari en nú er þannig að almenningur hafi meira um það að segja hvernig honum sé ráðstafað. Hann segir að Íslenskir fjárfestar, sem halda á morgun, fimmtudag, upp á 25 ára afmæli verðbréfafyrirtækisins, hafi að undanförnu haldið á lofti þeim sjónarmiðum að það sé lykilatriði, eigi að viðhalda jafnvægi í fjármagnsflæði til og frá landinu, ekki hvað síst fyrir lífeyrissjóðina ætli þeir sér að halda áfram að fjárfesta í stórum stíl erlendis, að heimamarkaðurinn sé í lagi. „Forsenda þess að við fáum innflæði fjármagns á hlutabréfamarkaðinn á móti erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ að sögn Hannesar, „er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki. Þetta eru þau atriði sem skipta erlenda sjóði hvað mestu máli þegar þeir líta til þess að fjárfesta á íslenska markaðinum,“ segir Hannes. Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa verið að taka fjármuni úr virkri stýringu hjá hlutabréfasjóðum, auk þess sem sjóðunum hefur fækkað með sameiningum verðbréfafyrirtækja, og hafa því eignir þeirra sem hlutfall af markaðsvirði skráðra félaga dregist mikið saman á síðustu árum og eru núna um sex prósent. Til samanburðar námu eignir þeirra um 15 prósentum sem hlutfall af virði félaga í Kauphöllinni fyrir aðeins rúmlega þremur árum. „Þetta þýðir með öðrum orðum,“ útskýrir Hannes, „að samkeppnin hefur í þeim skilningi minnkað og með þeim afleiðingum að skoðanaskipti á markaði eru bæði einsleitari og minni en áður.“ Á sama tíma og verðbréfasjóðum hefur fækkað og þeir minnkað, ásamt því að lífeyrissjóðir horfa einkum út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum, hafa umsvif efnamikilla einkafjárfesta verið hverfandi. Hann segir að þetta snúist að miklu leyti um „eggið og hænuna. Einkafjárfestar sýna markaðinum ekki endilega áhuga ef það er lítill sem enginn seljanleiki og aðstæður til að selja í félögum eða færa sig milli eignaflokka eru erfiðar.“ Spurður hvort það séu ekki vaxandi líkur á því, við þessar aðstæður á markaði, að einhver félög fari að huga að afskráningu segir Hannes að það sé „vissulega hætta á að þau sjái ekki hag sínum lengur borgið með því að vera skráð á markað ef ávinningurinn af því er ekki lengur augljós“.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fleiri fréttir Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Sjá meira