Hjálpin barst innan mínútna Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2019 09:00 Oddur var úti að hlaupa þegar hann féll í götuna. Sem betur fer var hann á fjölförnum stað og snör viðbrögð vegfaranda björguðu honum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Oddur Ingason var úti að skokka með æfingafélögum sínum fyrir rúmu ári þegar hann fann allt í einu fyrir svima. Stuttu seinna dettur hann í götuna og veit næst af sér í sjúkrabíl. Röð atvika Oddi í hag varð til þess að honum var bjargað tímanlega og hann getur því sagt sögu sína. Oddur hefur að eigin sögn alltaf verið mjög aktívur, hann er í fínu formi og hefur alltaf lagt áherslu á að hreyfa sig mikið og borða þokkalega hollan mat. Það átti því enginn von á að hann fengi hjartaáfall. „Þetta gerðist 22. september 2018. Ég er úti að skokka með félögum mínum og finn allt í einu fyrir svima. En ég hafði aldrei fundið fyrir neinum einkennum áður. Ég segi æfingafélögunum að ég sé eitthvað illa upplagður og ætli þessa vegna að snúa við og ætli að hitta þá hjá sundlauginni í Kópavogi.“Oddur hefur alltaf lagt áherslu á hreyfingu sem hjálpaði honum að ná bata.Oddur sneri svo við og það næsta sem gerist er að hann dettur. „Ég fékk aðsvif og það leið yfir mig, ég man alveg hvar ég var þegar ég datt. Næst man ég eftir mér í sjúkrabílnum. Ég heyri að sjúkraflutningamaðurinn er að tala við hjartagáttina og þá átta ég mig á því að eitthvað alvarlegt hefur gerst.“Vegfarandi kom til bjargar Oddur segir að röð atvika honum í hag hafi orðið til þess að ekki fór verr. Hann var á fjölförnum stað á Kársnesinu, veðrið var gott og það voru margir þar að hreyfa sig. Vegfarandi sem var að hjóla með konunni sinni í nágrenninu sá Odd detta. Hann fór strax að athuga með hann, áttaði sig á að Oddur andaði ekki og fann engan púls svo að hann byrjaði strax hjartahnoð. „Þessi ágæti maður heitir Guðni. Hann brást hárrétt við sem skiptir öllu máli í þessari atburðarás. Hann kallar á annan mann og biður hann að hringja á 112. Það varð mér til happs að það var lögreglubíll í næstu götu sem pikkaði upp kallið og var kominn á staðinn á innan við fimm mínútum.“ Lögreglan tók við af Guðna og hélt áfram að hnoða og svo kom sjúkrabíllinn með hjartastuðtæki og kom hjartanu í gang aftur. Allt gerist þetta á nokkrum mínútum. Oddur segir að yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans segi hann hafa verið einstaklega heppinn í þessum aðstæðum. „Ég kom til baka mjög sterkur, það urðu engar varanlegar skemmdir á mér, hjartabilun eða heilaskemmdir. Læknirinn sagði að til þess að komast á þann stað eftir svona áfall megi ekki líða meira en 4-6 mínútur þar til hjálpin berst. En ég er næstum alveg eins og ég var áður, ég tek reyndar hjartalyf og finn aðeins fyrir því en ég get gert nánast allt sem ég gerði áður, ég er farinn að æfa á fullu. Það er alveg ótrúlegt.“Oddur ásamt Guðna Ásgreirssyni bjargvætti sínum sem var valinn skyndihjálparmaður ársins 2018.Hljóp 10 kílómetra Oddur er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann hljóp 10 kílómetra í Lyon-maraþoninu. Það er lengsta vegalengdin sem hann hefur hlaupið frá því hann fékk hjartaáfallið í fyrra. „Það var mikill sigur. Ég fann alveg tilfinningarótið í mér þegar ég lauk hlaupinu. Maður er enn að stíga upp úr þessu áfalli. Ég hef unnið mikið í mér en maður fer alveg á botninn eftir svona áfall. Ég fór til sálfræðings því ég var lengi vel hræddur eftir þetta. Ég þorði til dæmis ekki að fara að sofa því ég var viss um að ég myndi ekki vakna aftur. Svo fékk ég alls kyns skrítinn kvíða, sem er kannski ekki svo skrítið miðað við aðstæður,“ segir Oddur. Í tilviki Odds var það of hátt kólesteról sem varð til þess að hann fékk hjartaáfall. Það eru margir í fjölskyldu Odds með of hátt kólesteról svo að hann var búinn að vera í reglulegu eftirliti í tæp 10 ár. „Ég fór árlega í tékk og lét mæla öll helstu gildi, blóðgildi, góða og slæma kólesterólið og lét líka einstöku sinnum ómskoða í mér hjartað. Ég var líka á lyfjum við kólesterólinu svo þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu.“ Þar sem Oddur var í góðu líkamlegu formi var hann fljótari að ná sér en margir aðrir. Hann hefur verið virkur í hreyfisamfélagi í Garðabæ og stofnaði hlaupahóp Stjörnunnar á sínum tíma, auk þess hefur hann hjólað mikið. Margir voru því mjög hissa þegar hann fékk hjartaáfall. „Fólk hugsaði af hverju hann, get ég þá ekki fengið hjartaáfall? Fólk vildi þess vegna heyra sögu mína. En hjartasjúkdómar eru algengasta dánarorsök Íslendinga, 33% þeirra deyja úr hjartasjúkdómum. Margir eru með undirliggjandi ættgenga hjartasjúkdóma líkt og ég. Þú getur verið að æfa og verið í toppformi og samt dáið,“ segir Oddur og bætir við að það hafi komið sér á óvart að engin sérstök meðferðarúrræði væru í boði fyrir fólk eins og hann, sem er í góðu formi en fær samt hjartaáfall. „Það eru allir settir inn í sama rammann. Ég var ósáttur við það. Ég fór í einn tíma í Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga í Hátúni og hugsaði bara, ég get ekki verið hér.“ Oddur fór því að leita að einhverjum sem hefði svipaða sögu og hann og fann einn sem hefur verið honum innan handar. „Ég er alveg viss um að ég get hjálpað fólki í framtíðinni, með mína sögu. Þorbjörn hjartalæknir sagði við mig að hann hefði aldrei verið með svona hjartasjúkling eins og mig, í svona fínu standi og tilbúinn að keyra sig í gang aftur. En það er líka partur af minni heppni, þökk sé bjargvætti mínum, honum Guðna,“ segir Oddur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Oddur Ingason var úti að skokka með æfingafélögum sínum fyrir rúmu ári þegar hann fann allt í einu fyrir svima. Stuttu seinna dettur hann í götuna og veit næst af sér í sjúkrabíl. Röð atvika Oddi í hag varð til þess að honum var bjargað tímanlega og hann getur því sagt sögu sína. Oddur hefur að eigin sögn alltaf verið mjög aktívur, hann er í fínu formi og hefur alltaf lagt áherslu á að hreyfa sig mikið og borða þokkalega hollan mat. Það átti því enginn von á að hann fengi hjartaáfall. „Þetta gerðist 22. september 2018. Ég er úti að skokka með félögum mínum og finn allt í einu fyrir svima. En ég hafði aldrei fundið fyrir neinum einkennum áður. Ég segi æfingafélögunum að ég sé eitthvað illa upplagður og ætli þessa vegna að snúa við og ætli að hitta þá hjá sundlauginni í Kópavogi.“Oddur hefur alltaf lagt áherslu á hreyfingu sem hjálpaði honum að ná bata.Oddur sneri svo við og það næsta sem gerist er að hann dettur. „Ég fékk aðsvif og það leið yfir mig, ég man alveg hvar ég var þegar ég datt. Næst man ég eftir mér í sjúkrabílnum. Ég heyri að sjúkraflutningamaðurinn er að tala við hjartagáttina og þá átta ég mig á því að eitthvað alvarlegt hefur gerst.“Vegfarandi kom til bjargar Oddur segir að röð atvika honum í hag hafi orðið til þess að ekki fór verr. Hann var á fjölförnum stað á Kársnesinu, veðrið var gott og það voru margir þar að hreyfa sig. Vegfarandi sem var að hjóla með konunni sinni í nágrenninu sá Odd detta. Hann fór strax að athuga með hann, áttaði sig á að Oddur andaði ekki og fann engan púls svo að hann byrjaði strax hjartahnoð. „Þessi ágæti maður heitir Guðni. Hann brást hárrétt við sem skiptir öllu máli í þessari atburðarás. Hann kallar á annan mann og biður hann að hringja á 112. Það varð mér til happs að það var lögreglubíll í næstu götu sem pikkaði upp kallið og var kominn á staðinn á innan við fimm mínútum.“ Lögreglan tók við af Guðna og hélt áfram að hnoða og svo kom sjúkrabíllinn með hjartastuðtæki og kom hjartanu í gang aftur. Allt gerist þetta á nokkrum mínútum. Oddur segir að yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans segi hann hafa verið einstaklega heppinn í þessum aðstæðum. „Ég kom til baka mjög sterkur, það urðu engar varanlegar skemmdir á mér, hjartabilun eða heilaskemmdir. Læknirinn sagði að til þess að komast á þann stað eftir svona áfall megi ekki líða meira en 4-6 mínútur þar til hjálpin berst. En ég er næstum alveg eins og ég var áður, ég tek reyndar hjartalyf og finn aðeins fyrir því en ég get gert nánast allt sem ég gerði áður, ég er farinn að æfa á fullu. Það er alveg ótrúlegt.“Oddur ásamt Guðna Ásgreirssyni bjargvætti sínum sem var valinn skyndihjálparmaður ársins 2018.Hljóp 10 kílómetra Oddur er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann hljóp 10 kílómetra í Lyon-maraþoninu. Það er lengsta vegalengdin sem hann hefur hlaupið frá því hann fékk hjartaáfallið í fyrra. „Það var mikill sigur. Ég fann alveg tilfinningarótið í mér þegar ég lauk hlaupinu. Maður er enn að stíga upp úr þessu áfalli. Ég hef unnið mikið í mér en maður fer alveg á botninn eftir svona áfall. Ég fór til sálfræðings því ég var lengi vel hræddur eftir þetta. Ég þorði til dæmis ekki að fara að sofa því ég var viss um að ég myndi ekki vakna aftur. Svo fékk ég alls kyns skrítinn kvíða, sem er kannski ekki svo skrítið miðað við aðstæður,“ segir Oddur. Í tilviki Odds var það of hátt kólesteról sem varð til þess að hann fékk hjartaáfall. Það eru margir í fjölskyldu Odds með of hátt kólesteról svo að hann var búinn að vera í reglulegu eftirliti í tæp 10 ár. „Ég fór árlega í tékk og lét mæla öll helstu gildi, blóðgildi, góða og slæma kólesterólið og lét líka einstöku sinnum ómskoða í mér hjartað. Ég var líka á lyfjum við kólesterólinu svo þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu.“ Þar sem Oddur var í góðu líkamlegu formi var hann fljótari að ná sér en margir aðrir. Hann hefur verið virkur í hreyfisamfélagi í Garðabæ og stofnaði hlaupahóp Stjörnunnar á sínum tíma, auk þess hefur hann hjólað mikið. Margir voru því mjög hissa þegar hann fékk hjartaáfall. „Fólk hugsaði af hverju hann, get ég þá ekki fengið hjartaáfall? Fólk vildi þess vegna heyra sögu mína. En hjartasjúkdómar eru algengasta dánarorsök Íslendinga, 33% þeirra deyja úr hjartasjúkdómum. Margir eru með undirliggjandi ættgenga hjartasjúkdóma líkt og ég. Þú getur verið að æfa og verið í toppformi og samt dáið,“ segir Oddur og bætir við að það hafi komið sér á óvart að engin sérstök meðferðarúrræði væru í boði fyrir fólk eins og hann, sem er í góðu formi en fær samt hjartaáfall. „Það eru allir settir inn í sama rammann. Ég var ósáttur við það. Ég fór í einn tíma í Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga í Hátúni og hugsaði bara, ég get ekki verið hér.“ Oddur fór því að leita að einhverjum sem hefði svipaða sögu og hann og fann einn sem hefur verið honum innan handar. „Ég er alveg viss um að ég get hjálpað fólki í framtíðinni, með mína sögu. Þorbjörn hjartalæknir sagði við mig að hann hefði aldrei verið með svona hjartasjúkling eins og mig, í svona fínu standi og tilbúinn að keyra sig í gang aftur. En það er líka partur af minni heppni, þökk sé bjargvætti mínum, honum Guðna,“ segir Oddur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira