Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 13:17 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir málið vera mikið áhyggjuefni. Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. „Við munum fyrst ræða við hverja og eina fjölskyldu og væntanlega blása til íbúafundar. Þá sjáum við betur hver vilji íbúanna er og hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Halla Björk. Hingað til hefur þessi nyrsta mannabyggð Íslands byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Aðspurð hvort endurskoða þurfi atvinnumál eyjunnar segir Halla Björk. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð akkúrat núna en það hefur þarna aðeins verið að þróast þarna ferðaþjónusta og það er spurning hvaða tækifæri við sjáum í því í framhaldinu og eins með sjávarútveginn, hvað verður núna næstu mánuði.“ Er eitthvað sem bæjaryfirvöld geta gert til að bregðast við stöðunni? „Það er ýmislegt sem við getum gert. Við höfum verið að vinna í þessu verkefni brotthættar byggðir með byggðastofnun og þar hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Í framhaldinu getum við brugðist við með ýmsum hætti en fyrst og fremst þurfum við náttúrulega að heyra hver vilji íbúanna er.“ „Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við sem bæjarstjórn, höfum áhyggjur af stöðunni en eins og ég hef sagt áður að öllum breytingum fylgja einhver tækifæri og við verðum bara að horfa á þau og bregðast síðan við.“ Akureyri Grímsey Sjávarútvegur Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Klósettkrísa í Grímsey Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. 29. maí 2018 13:09 Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. „Við munum fyrst ræða við hverja og eina fjölskyldu og væntanlega blása til íbúafundar. Þá sjáum við betur hver vilji íbúanna er og hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Halla Björk. Hingað til hefur þessi nyrsta mannabyggð Íslands byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Aðspurð hvort endurskoða þurfi atvinnumál eyjunnar segir Halla Björk. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð akkúrat núna en það hefur þarna aðeins verið að þróast þarna ferðaþjónusta og það er spurning hvaða tækifæri við sjáum í því í framhaldinu og eins með sjávarútveginn, hvað verður núna næstu mánuði.“ Er eitthvað sem bæjaryfirvöld geta gert til að bregðast við stöðunni? „Það er ýmislegt sem við getum gert. Við höfum verið að vinna í þessu verkefni brotthættar byggðir með byggðastofnun og þar hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Í framhaldinu getum við brugðist við með ýmsum hætti en fyrst og fremst þurfum við náttúrulega að heyra hver vilji íbúanna er.“ „Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við sem bæjarstjórn, höfum áhyggjur af stöðunni en eins og ég hef sagt áður að öllum breytingum fylgja einhver tækifæri og við verðum bara að horfa á þau og bregðast síðan við.“
Akureyri Grímsey Sjávarútvegur Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Klósettkrísa í Grímsey Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. 29. maí 2018 13:09 Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35