Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 13:17 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir málið vera mikið áhyggjuefni. Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. „Við munum fyrst ræða við hverja og eina fjölskyldu og væntanlega blása til íbúafundar. Þá sjáum við betur hver vilji íbúanna er og hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Halla Björk. Hingað til hefur þessi nyrsta mannabyggð Íslands byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Aðspurð hvort endurskoða þurfi atvinnumál eyjunnar segir Halla Björk. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð akkúrat núna en það hefur þarna aðeins verið að þróast þarna ferðaþjónusta og það er spurning hvaða tækifæri við sjáum í því í framhaldinu og eins með sjávarútveginn, hvað verður núna næstu mánuði.“ Er eitthvað sem bæjaryfirvöld geta gert til að bregðast við stöðunni? „Það er ýmislegt sem við getum gert. Við höfum verið að vinna í þessu verkefni brotthættar byggðir með byggðastofnun og þar hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Í framhaldinu getum við brugðist við með ýmsum hætti en fyrst og fremst þurfum við náttúrulega að heyra hver vilji íbúanna er.“ „Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við sem bæjarstjórn, höfum áhyggjur af stöðunni en eins og ég hef sagt áður að öllum breytingum fylgja einhver tækifæri og við verðum bara að horfa á þau og bregðast síðan við.“ Akureyri Grímsey Sjávarútvegur Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Klósettkrísa í Grímsey Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. 29. maí 2018 13:09 Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. „Við munum fyrst ræða við hverja og eina fjölskyldu og væntanlega blása til íbúafundar. Þá sjáum við betur hver vilji íbúanna er og hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Halla Björk. Hingað til hefur þessi nyrsta mannabyggð Íslands byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Aðspurð hvort endurskoða þurfi atvinnumál eyjunnar segir Halla Björk. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð akkúrat núna en það hefur þarna aðeins verið að þróast þarna ferðaþjónusta og það er spurning hvaða tækifæri við sjáum í því í framhaldinu og eins með sjávarútveginn, hvað verður núna næstu mánuði.“ Er eitthvað sem bæjaryfirvöld geta gert til að bregðast við stöðunni? „Það er ýmislegt sem við getum gert. Við höfum verið að vinna í þessu verkefni brotthættar byggðir með byggðastofnun og þar hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Í framhaldinu getum við brugðist við með ýmsum hætti en fyrst og fremst þurfum við náttúrulega að heyra hver vilji íbúanna er.“ „Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við sem bæjarstjórn, höfum áhyggjur af stöðunni en eins og ég hef sagt áður að öllum breytingum fylgja einhver tækifæri og við verðum bara að horfa á þau og bregðast síðan við.“
Akureyri Grímsey Sjávarútvegur Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Klósettkrísa í Grímsey Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. 29. maí 2018 13:09 Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35