Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 16:26 Glæný Corolla gæti einmitt verið huggunin sem Ágústa Elín þarf á að halda. Enn kemur áskriftaleikur Moggans skemmtilega á óvart. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, datt heldur betur í lukkupottinn í morgun þegar Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins læddi puttunum í pottinn hvar í voru miðar og á letruð nöfn þátttakenda í áskriftarleik blaðsins. Nafn Ágústu Elínar var dregið út og hún þar með orðin eigandi glænýrrar Toyota Corolla-bifreiðar.Vinningurinn kemur í góðar þarfirEins og Vísir hefur áður greint frá er það svo að vinningar koma í góðar þarfir og það á svo sannarlega við um vinninginn að þessu sinni. Þó ekki sé þar vísað til hins almenna lögmáls sem er að fá dæmi séu um að auðkýfingar fái lottóvinning. Heldur hins að vinningshafinn hefur staðið í ströngu að undanförnu. Glænýr bíll hlýtur að mega heita huggun harmi gegn. Ágústa Elín hefur verið umdeild í starfi og það síðasta sem fréttist af málum hennar var að hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hún telur Lilju ekki hafa staðið rétt að málum þegar starf hennar var auglýst laust til umsóknar. Lilja sagði henni frá því að þetta stæði til símleiðis og það á sunnudegi.Moggahöllin. Merkilega hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga eru meðal sigurvegara í áskriftarleik blaðsins.fbl/hörðurÞeim mun ánægjulegri hefur stundin verið þegar Haraldur ritstjóri las upp nafn vinningshafans. „Sigurvegarinn er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hún fær símtal frá mér á eftir ef hún verður ekki búin að hringja í mig áður,“ sagði Haraldur. Sannarlega plástur á sárin.Þjóðþekktir vinningshafar Reyndar er með miklum ólíkindum hversu margir þekktir verðlaunahafar í þessum sama áskriftarleik eru. Og margir hverjir mega heita innvígðir og innmúraðir. En, hugsanlega eru það ekki stjarnfræðilegir möguleikar, það fer eftir því hversu margir eru áskrifendur Morgunblaðsins? Það liggur ekki fyrir en hugsanlega er hærra hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal áskrifenda en fjöldi þeirra alls gæti gefið til kynna. En þannig hafa áður unnið í áskriftaleiknum Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og eiginkona Brynjars Níelssonar. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur unnið í áskrifendahappdrættinu því Þorgeir Ingi Njálsson þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, vann tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happdrætti. Og fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Bílar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, datt heldur betur í lukkupottinn í morgun þegar Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins læddi puttunum í pottinn hvar í voru miðar og á letruð nöfn þátttakenda í áskriftarleik blaðsins. Nafn Ágústu Elínar var dregið út og hún þar með orðin eigandi glænýrrar Toyota Corolla-bifreiðar.Vinningurinn kemur í góðar þarfirEins og Vísir hefur áður greint frá er það svo að vinningar koma í góðar þarfir og það á svo sannarlega við um vinninginn að þessu sinni. Þó ekki sé þar vísað til hins almenna lögmáls sem er að fá dæmi séu um að auðkýfingar fái lottóvinning. Heldur hins að vinningshafinn hefur staðið í ströngu að undanförnu. Glænýr bíll hlýtur að mega heita huggun harmi gegn. Ágústa Elín hefur verið umdeild í starfi og það síðasta sem fréttist af málum hennar var að hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hún telur Lilju ekki hafa staðið rétt að málum þegar starf hennar var auglýst laust til umsóknar. Lilja sagði henni frá því að þetta stæði til símleiðis og það á sunnudegi.Moggahöllin. Merkilega hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga eru meðal sigurvegara í áskriftarleik blaðsins.fbl/hörðurÞeim mun ánægjulegri hefur stundin verið þegar Haraldur ritstjóri las upp nafn vinningshafans. „Sigurvegarinn er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hún fær símtal frá mér á eftir ef hún verður ekki búin að hringja í mig áður,“ sagði Haraldur. Sannarlega plástur á sárin.Þjóðþekktir vinningshafar Reyndar er með miklum ólíkindum hversu margir þekktir verðlaunahafar í þessum sama áskriftarleik eru. Og margir hverjir mega heita innvígðir og innmúraðir. En, hugsanlega eru það ekki stjarnfræðilegir möguleikar, það fer eftir því hversu margir eru áskrifendur Morgunblaðsins? Það liggur ekki fyrir en hugsanlega er hærra hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal áskrifenda en fjöldi þeirra alls gæti gefið til kynna. En þannig hafa áður unnið í áskriftaleiknum Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og eiginkona Brynjars Níelssonar. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur unnið í áskrifendahappdrættinu því Þorgeir Ingi Njálsson þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, vann tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happdrætti. Og fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland.
Bílar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34
Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39
Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22