Daníel: Þetta var ljótt brot Benedikt Grétarsson skrifar 17. október 2019 22:00 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur var auðvitað ósáttur við 97-93 tap sinna manna gegn Haukum í þriðju umferð Dominosdeildar karla. Það hjálpaði svo sannarlega ekki Grindvíkingum að Björgvin Hafþór Ríkharðsson missteig sig snemma leiks eftir viðskipti sín við Flennard Whitfield, leikmann Hauka og Daníel var ekki sáttur við framgang Bandaríkjamannsins í því atviki. „Mér fannst hann (Flennard Whitfield,) bara stíga undir hann. Þetta var bara ljótt brot, bara rosa ljótt. Það er súrt að missa lykilleikmann út af svona snemma en Björgvin er lykilmaður hjá okkur varnarlega og á reyndar bara mörg vopn, bæði í vörn og sókn. Það var mjög slæmt að missa hann þarna.“ Aðspurður um leikinn sjálfan, segir Daníel varnarleik sinna manna ekki boðlegan. „Ég er mjög ósáttur með varnarleikinn hjá okkur og það stingur mest í leikslok hversu slakur hann var. Við erum góðir í því að skora boltanum en varnarleikurinn okkar var bara vandræðalegur á löngum köflum í þessum leik.“ „Maður vinnur enga leiki með svona varnarleik. Maður þarf að halda liðum undir 80 stigum og skoðað svo sóknarleikinn sinn út frá því. Þetta var bara afleitt varnarlega og við þurfum að gera miklu betur og taka miklu meiri ábyrgð í okkar varnarleik. Það þýðir ekkert að bjóða upp á þetta til lengri tími,“ bætti Daníel við. Jamal Olasaware og Valdas Vasylius léku báðir sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld. Olasaware skoraði 18 stig og Vasylius skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Hvernig leist þjálfaranum á frumraun þeirra? „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu með þá í liðinu mínu. Þeir líta bara vel út. Jamal var fínn í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni og tók þá stundum rangar ákvarðanir í sókninni. Varnarlega er hann ekki alveg klár og það sést alveg að hann er ekki alveg 100%,“ sagði Daníel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur var auðvitað ósáttur við 97-93 tap sinna manna gegn Haukum í þriðju umferð Dominosdeildar karla. Það hjálpaði svo sannarlega ekki Grindvíkingum að Björgvin Hafþór Ríkharðsson missteig sig snemma leiks eftir viðskipti sín við Flennard Whitfield, leikmann Hauka og Daníel var ekki sáttur við framgang Bandaríkjamannsins í því atviki. „Mér fannst hann (Flennard Whitfield,) bara stíga undir hann. Þetta var bara ljótt brot, bara rosa ljótt. Það er súrt að missa lykilleikmann út af svona snemma en Björgvin er lykilmaður hjá okkur varnarlega og á reyndar bara mörg vopn, bæði í vörn og sókn. Það var mjög slæmt að missa hann þarna.“ Aðspurður um leikinn sjálfan, segir Daníel varnarleik sinna manna ekki boðlegan. „Ég er mjög ósáttur með varnarleikinn hjá okkur og það stingur mest í leikslok hversu slakur hann var. Við erum góðir í því að skora boltanum en varnarleikurinn okkar var bara vandræðalegur á löngum köflum í þessum leik.“ „Maður vinnur enga leiki með svona varnarleik. Maður þarf að halda liðum undir 80 stigum og skoðað svo sóknarleikinn sinn út frá því. Þetta var bara afleitt varnarlega og við þurfum að gera miklu betur og taka miklu meiri ábyrgð í okkar varnarleik. Það þýðir ekkert að bjóða upp á þetta til lengri tími,“ bætti Daníel við. Jamal Olasaware og Valdas Vasylius léku báðir sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld. Olasaware skoraði 18 stig og Vasylius skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Hvernig leist þjálfaranum á frumraun þeirra? „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu með þá í liðinu mínu. Þeir líta bara vel út. Jamal var fínn í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni og tók þá stundum rangar ákvarðanir í sókninni. Varnarlega er hann ekki alveg klár og það sést alveg að hann er ekki alveg 100%,“ sagði Daníel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira