Að dansa eða ekki dansa? Friðrik Agni Árnason skrifar 18. október 2019 17:10 Dansinn meðfæddur en bældur fyrir sumum? Tengist það að dansa einhverri berskjöldun? Af hverju er það: Ég dansa ekki, stelpur dansa? Ég er bara að velta ýmsu tengt dansi fyrir mér. Ekki skrítið þar sem samfélagið er sjúkt í dans. Bókstaflega. Það er dans út um allt. Það eru opin danskvöld í hverri viku í ólíkum dansstílum fyrir hinn almenna dansunnenda ;Salsa, Bachata, Kizomba, Tango ásamt því að það eru opnir tímar í Zumba og Jallabina í líkamsræktarstöðvum. Önnur þáttaröð af Allir geta dansað er að hefja göngu sína og Sporið á RÚV fór af stað með hvelli fyrir tveimur vikum. Það er ekki hægt að segja að það sé ekki áhugi fyrir dansi. En mér finnst samt sem áður enn þá vera eitthvað ,,tabú" fyrir karlmenn að viðurkenna að þeir hafi gaman af dansi. Alls ekki allir samt sem betur fer en ég er með dæmi: Kona tekur manninn sinn í óvænta heimsókn í World Class í hóptíma með mér. Það er Zumbatími og hann hefur ekki hugmynd um það fyrst. Hann áttar sig samt fljótt áður en tíminn byrjar að þetta sé danstími og hann segir við mig að hann sé að farast úr stressi og fer strax að svitna. Ég tala við hann aðeins í gríni og skynja að hann er virkilega í alvörunni stressaður. 99% konur í tímanum. Hann skimar í kringum sig mikið og er svona frekar órólegur. Hann ætlar samt að tækla þetta á hnefanum og ef hann er á lífi eftir tímann þá á hann skilið bjór. Auðvitað þarf að vera bjór. Konan var búinn að vara mig við fyrir tímann - hann kann ekki að dansa. Viti menn, þessi elska var alger danskóngur, kláraði tímann með stæl og hélt svei mér þá að hann myndi mæta aftur. Þú þarft nefnilega ekki að kunna að dansa til að dansa. Mér finnst ólíklegt að hann hafi uppgötvað bara akkúrat þarna í þessum tíma hve gaman það er að dansa. Ég vil allavega ekki taka allan heiðurinn. Það hlýtur að hafa verið einhver undirliggjandi gleði og áhugi innra með honum gagnvart dansi. Það bara var ekki búið að kveikja almennilega á honum. Þarna var hann kominn í öruggt umhverfi þar sem allir fá að dansa og vera eins og þeir eru. Enginn tími til að vera að spá hvort einhver sé góður dansari eða ekki. Þarna voru samt fyrir fram ákveðnar forsendur sem gerðu það að verkum að óöryggi mannsins við að dansa var til staðar. Eitthvað í samfélaginu; strákar dansa ekki, stelpur dansa! Konan búin að ákveða að engir danshæfileikar væru til í blessaða manninum. Með fullri virðingu fyrir akkúrat þessu pari og konu mannsins að sjálfsögðu en þetta er ekki einsdæmi. Við gefum okkur oft að miðaldra karlmenn bæði kunna ekki, geti ekki og vilji ekki dansa. Það er bara eitthvað stimplað inn í okkur. Ég segi það aftur að það þarf ekki að kunna að dansa til að dansa. Finnst einhverjum virkilega leiðinlegt að dansa í fullri einlægni? Eða er þetta óöryggi sem verður að hræðslu sem verður svo að fordómum jafnvel? Ef einhverjum finnst það virkilega þá er það gott og gilt svo sem en sú hugdetta er verulega fjarri mér. Ég skil að sumu fólki líður illa við aðstæðurnar og stressast hreinlega yfir því að dansa. Það er af því þeim líður eða hefur heyrt að það geti ekki dansað. En ég held að það snúist að miklu leyti einmitt um hvernig aðstæður við sköpum fyrir heildina. Ef við sköpum nógu uppbyggjandi umhverfi og umræðu almennt og sleppum þessu: Stelpur dansa gersamlega og tökum það alveg úr umferð. Hvað gerist þá? Margir karlmenn dansa sér til yndisauka. Á fjölmörgum stöðum í heiminum tíðkast það að dansa úti á götu og sums staðar jafnvel koma vinir saman, hlusta á tónlist og dansa saman. Þessu varð ég vitni að í miðausturlöndum og einnig hér á Íslandi þegar ég hitti unga hælisleitendur frá hinum ýmsu löndum. Við höfum dansað í þúsundir ára. Hér á norðurslóðum og í hinum vestræna heimi hefur bara einhver ofurkarlmennskumýta tekið yfir og fest sig í sessi í danssamhenginu. Stingum henni í vasann og hristum á okkur skrokkinn þessa helgina og segjum: Ég dansa, allir dansa! Þessi pistill á alls ekki að ráðast gegn einum né neinum og ég geri mér fulla grein fyrir því að margir karlmenn dansa. Mörg pör fara saman í danstíma. Ég held bara samt að við getum gert betur. Við getum eflt karlmennina okkar enn meira og oftar því ég held að við fáum margt gott úr því. Sjáumst á dansgólfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Friðrik Agni Árnason Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Dansinn meðfæddur en bældur fyrir sumum? Tengist það að dansa einhverri berskjöldun? Af hverju er það: Ég dansa ekki, stelpur dansa? Ég er bara að velta ýmsu tengt dansi fyrir mér. Ekki skrítið þar sem samfélagið er sjúkt í dans. Bókstaflega. Það er dans út um allt. Það eru opin danskvöld í hverri viku í ólíkum dansstílum fyrir hinn almenna dansunnenda ;Salsa, Bachata, Kizomba, Tango ásamt því að það eru opnir tímar í Zumba og Jallabina í líkamsræktarstöðvum. Önnur þáttaröð af Allir geta dansað er að hefja göngu sína og Sporið á RÚV fór af stað með hvelli fyrir tveimur vikum. Það er ekki hægt að segja að það sé ekki áhugi fyrir dansi. En mér finnst samt sem áður enn þá vera eitthvað ,,tabú" fyrir karlmenn að viðurkenna að þeir hafi gaman af dansi. Alls ekki allir samt sem betur fer en ég er með dæmi: Kona tekur manninn sinn í óvænta heimsókn í World Class í hóptíma með mér. Það er Zumbatími og hann hefur ekki hugmynd um það fyrst. Hann áttar sig samt fljótt áður en tíminn byrjar að þetta sé danstími og hann segir við mig að hann sé að farast úr stressi og fer strax að svitna. Ég tala við hann aðeins í gríni og skynja að hann er virkilega í alvörunni stressaður. 99% konur í tímanum. Hann skimar í kringum sig mikið og er svona frekar órólegur. Hann ætlar samt að tækla þetta á hnefanum og ef hann er á lífi eftir tímann þá á hann skilið bjór. Auðvitað þarf að vera bjór. Konan var búinn að vara mig við fyrir tímann - hann kann ekki að dansa. Viti menn, þessi elska var alger danskóngur, kláraði tímann með stæl og hélt svei mér þá að hann myndi mæta aftur. Þú þarft nefnilega ekki að kunna að dansa til að dansa. Mér finnst ólíklegt að hann hafi uppgötvað bara akkúrat þarna í þessum tíma hve gaman það er að dansa. Ég vil allavega ekki taka allan heiðurinn. Það hlýtur að hafa verið einhver undirliggjandi gleði og áhugi innra með honum gagnvart dansi. Það bara var ekki búið að kveikja almennilega á honum. Þarna var hann kominn í öruggt umhverfi þar sem allir fá að dansa og vera eins og þeir eru. Enginn tími til að vera að spá hvort einhver sé góður dansari eða ekki. Þarna voru samt fyrir fram ákveðnar forsendur sem gerðu það að verkum að óöryggi mannsins við að dansa var til staðar. Eitthvað í samfélaginu; strákar dansa ekki, stelpur dansa! Konan búin að ákveða að engir danshæfileikar væru til í blessaða manninum. Með fullri virðingu fyrir akkúrat þessu pari og konu mannsins að sjálfsögðu en þetta er ekki einsdæmi. Við gefum okkur oft að miðaldra karlmenn bæði kunna ekki, geti ekki og vilji ekki dansa. Það er bara eitthvað stimplað inn í okkur. Ég segi það aftur að það þarf ekki að kunna að dansa til að dansa. Finnst einhverjum virkilega leiðinlegt að dansa í fullri einlægni? Eða er þetta óöryggi sem verður að hræðslu sem verður svo að fordómum jafnvel? Ef einhverjum finnst það virkilega þá er það gott og gilt svo sem en sú hugdetta er verulega fjarri mér. Ég skil að sumu fólki líður illa við aðstæðurnar og stressast hreinlega yfir því að dansa. Það er af því þeim líður eða hefur heyrt að það geti ekki dansað. En ég held að það snúist að miklu leyti einmitt um hvernig aðstæður við sköpum fyrir heildina. Ef við sköpum nógu uppbyggjandi umhverfi og umræðu almennt og sleppum þessu: Stelpur dansa gersamlega og tökum það alveg úr umferð. Hvað gerist þá? Margir karlmenn dansa sér til yndisauka. Á fjölmörgum stöðum í heiminum tíðkast það að dansa úti á götu og sums staðar jafnvel koma vinir saman, hlusta á tónlist og dansa saman. Þessu varð ég vitni að í miðausturlöndum og einnig hér á Íslandi þegar ég hitti unga hælisleitendur frá hinum ýmsu löndum. Við höfum dansað í þúsundir ára. Hér á norðurslóðum og í hinum vestræna heimi hefur bara einhver ofurkarlmennskumýta tekið yfir og fest sig í sessi í danssamhenginu. Stingum henni í vasann og hristum á okkur skrokkinn þessa helgina og segjum: Ég dansa, allir dansa! Þessi pistill á alls ekki að ráðast gegn einum né neinum og ég geri mér fulla grein fyrir því að margir karlmenn dansa. Mörg pör fara saman í danstíma. Ég held bara samt að við getum gert betur. Við getum eflt karlmennina okkar enn meira og oftar því ég held að við fáum margt gott úr því. Sjáumst á dansgólfinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar