Fór hörðum orðum um ríkisstjórnina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2019 12:21 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Vísir/Arnar Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi. Samfylkingin Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi.
Samfylkingin Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent