Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. október 2019 09:00 Ráðstefnan Saudi Open Hearts Open Doors í Ríad á föstudaginn. Hún er liður í því að gera landið að mesta ferðamannastað heims. Nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast gera landið aðgengilegra fyrir ferðamenn og hafa þegar liðkað fyrir reglum um vegabréfsáritanir frá 49 löndum. Allir innviðir eru þegar til staðar, svo sem glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. En stífar og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa fælt ferðamenn frá. Þegar ferðamannatölur frá Miðausturlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að Sádi-Arabía er þegar í þriðja sæti, á eftir Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En hafa ber í huga að langstærstur hluti ferðamanna er íslamskir pílagrímar, sem skylt er að heimsækja borgirnar Mekka og Medína, einu sinni á ævinni. Margir þessara pílagríma eyða eins litlum pening og hægt er meðan á dvölinni stendur. Ferðaþjónustan hefur blómstrað í Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Dúbaí er þegar orðin ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Sádi-Arabar líta nú til þessara litlu nágranna sinna sem fyrirmyndar að verkefninu Vision 2030. Á því ári er stefnt að því að ná 100 milljónum ferðamanna til landsins. Til samanburðar heimsækja árlega um 90 milljónir Frakkland, vinsælasta ferðamannaland heims. Aðeins um 16 milljónir koma til Sádi-Arabíu, og fer fækkandi. Helsta ástæðan fyrir þessu átaki er að gera Sádi-Arabíu minna háða olíunni. Í nærri heila öld hefur efnahagur landsins nær alfarið verið byggður á olíuútflutningi, og gengið vel. En vitundarvakning um loftslagsmál, hröð orkuskipti og árásir eins og gerð var á Saudi Aramco fyrir skemmstu, hafa knúið konungsfjölskylduna til þess að leita að öðrum stoðum undir efnahagslífið. Sádi-Arabar hafa undanfarið sýnt viðleitni til að auka mannréttindi, meðal annars til þess að snúa ímynd landsins við. Konur mega nú taka bílpróf, sækja tónleika með körlum og ítök trúarlögreglunnar hafa verið minnkuð. Stjórnvöld vilja þó litlu svara um hvernig þau hyggjast tryggja frið í landinu og koma í veg fyrir hryðjuverk. Einnig hefur ekkert verið rætt um að leyfa áfengi í landinu. Þess í stað einblína stjórnvöld á það sem byggt verður upp. Stærst er Rauðahafsverkefnið svokallaða, sem kynnt var til sögunnar árið 2017. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 2022, munu 14 lúxushótel, alþjóðaflugvöllur og ótal afþreyingargarðar og búðir rísa. Þá verður landslaginu breytt að miklu leyti, og fínkorna sandstrendur lagðar. Áætlað er að verkefnið skapi 35 þúsund ársverk. Við landamæri Egyptalands mun rísa hátækniborgin NEOM, eins konar Silíkondalur á sterum, og öll erfiðisvinna verður unnin af vélmennum. Vilja stjórnvöld laða þangað allt mesta hæfileikafólk heims. Í miðju landsins, við höfuðborgina Ríad, er skemmtanaborgin Qiddiya að rísa sem mun skarta stærstu og flottustu skemmtigörðum heims og þegar hefur einn garður verið opnaður. Til að taka við svo miklum fjölda ferðamanna þarf að hafa innviðina í lagi og á næstu árum verður lesta- og samgöngukerfi landsins stórbætt. Í landinu er þegar mikið af starfsfólki sem er þjálfað til að sjá um pílagríma en einnig verður erlent vinnuafl flutt inn til að sinna ferðamönnum. Birtist í Fréttablaðinu Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05 Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast gera landið aðgengilegra fyrir ferðamenn og hafa þegar liðkað fyrir reglum um vegabréfsáritanir frá 49 löndum. Allir innviðir eru þegar til staðar, svo sem glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. En stífar og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa fælt ferðamenn frá. Þegar ferðamannatölur frá Miðausturlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að Sádi-Arabía er þegar í þriðja sæti, á eftir Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En hafa ber í huga að langstærstur hluti ferðamanna er íslamskir pílagrímar, sem skylt er að heimsækja borgirnar Mekka og Medína, einu sinni á ævinni. Margir þessara pílagríma eyða eins litlum pening og hægt er meðan á dvölinni stendur. Ferðaþjónustan hefur blómstrað í Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Dúbaí er þegar orðin ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Sádi-Arabar líta nú til þessara litlu nágranna sinna sem fyrirmyndar að verkefninu Vision 2030. Á því ári er stefnt að því að ná 100 milljónum ferðamanna til landsins. Til samanburðar heimsækja árlega um 90 milljónir Frakkland, vinsælasta ferðamannaland heims. Aðeins um 16 milljónir koma til Sádi-Arabíu, og fer fækkandi. Helsta ástæðan fyrir þessu átaki er að gera Sádi-Arabíu minna háða olíunni. Í nærri heila öld hefur efnahagur landsins nær alfarið verið byggður á olíuútflutningi, og gengið vel. En vitundarvakning um loftslagsmál, hröð orkuskipti og árásir eins og gerð var á Saudi Aramco fyrir skemmstu, hafa knúið konungsfjölskylduna til þess að leita að öðrum stoðum undir efnahagslífið. Sádi-Arabar hafa undanfarið sýnt viðleitni til að auka mannréttindi, meðal annars til þess að snúa ímynd landsins við. Konur mega nú taka bílpróf, sækja tónleika með körlum og ítök trúarlögreglunnar hafa verið minnkuð. Stjórnvöld vilja þó litlu svara um hvernig þau hyggjast tryggja frið í landinu og koma í veg fyrir hryðjuverk. Einnig hefur ekkert verið rætt um að leyfa áfengi í landinu. Þess í stað einblína stjórnvöld á það sem byggt verður upp. Stærst er Rauðahafsverkefnið svokallaða, sem kynnt var til sögunnar árið 2017. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 2022, munu 14 lúxushótel, alþjóðaflugvöllur og ótal afþreyingargarðar og búðir rísa. Þá verður landslaginu breytt að miklu leyti, og fínkorna sandstrendur lagðar. Áætlað er að verkefnið skapi 35 þúsund ársverk. Við landamæri Egyptalands mun rísa hátækniborgin NEOM, eins konar Silíkondalur á sterum, og öll erfiðisvinna verður unnin af vélmennum. Vilja stjórnvöld laða þangað allt mesta hæfileikafólk heims. Í miðju landsins, við höfuðborgina Ríad, er skemmtanaborgin Qiddiya að rísa sem mun skarta stærstu og flottustu skemmtigörðum heims og þegar hefur einn garður verið opnaður. Til að taka við svo miklum fjölda ferðamanna þarf að hafa innviðina í lagi og á næstu árum verður lesta- og samgöngukerfi landsins stórbætt. Í landinu er þegar mikið af starfsfólki sem er þjálfað til að sjá um pílagríma en einnig verður erlent vinnuafl flutt inn til að sinna ferðamönnum.
Birtist í Fréttablaðinu Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05 Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13
Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05
Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57