Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2019 10:43 Skrifstofustjóri Bjarna gegndi formennsku í stjórn. visir/vilhelm Þórhallur Arason skrifstofustjóri Fjármálaráðuneytisins fékk tæpar 327 þúsund krónur greiddar fyrir hvern fund meðan hann gegndi formennsku í stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðandi er nú með rekstur Lindarhvols ehf. til rannsóknar. Meðal þess sem sjá má í ársreikningum fyrirtækisins. Lindarhvoll ehf. var stofnað 15. apríl 2016 en starfsemi félagsins lauk 7. febrúar 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu þess. Lögmannsstofan Íslög fékk sitt Þannig starfaði félagið í 663 daga, þar af 457 vinnudaga sem gerir 21 mánuð og þrjár vikur. Starfsemi Lindarhvols kostaði ríkissjóð 323.665 krónur á dag, eftir því sem Vísir kemst næst. Það kostaði sitt að reka Lindarhvol ehf. Til þess var stofnað af fjármálaráðuneytinu, í tíð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því bar að selja eignir sem ríkið fékk í fangið eftir nauðasamninga við föllnu bankana seint á árinu 2015. Verulegrar óánægju gætti með það hversu ógegnsætt ferlið virtist vera og þannig greindi Vísir til að mynda frá því í nóvember árið 2016 að engin svör bærust við fyrirspurnum þaðan. En, samkvæmt ársreikningum greiddi Lindarhvoll ehf lögmannastofunni Íslögum rúmar 102 milljónir með virðisaukaskatti. Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ef aðeins er tekið tillit til virkra daga að frádregnum virðisaukaskatti greiddi Lindarhvoll Íslögum liðlega 178 þúsund krónur á dag. Ágætlega haldnir stjórnarmenn Alls voru 16 stjórnarfundir haldnir í Lindarhvoli árið 2016. Fundir voru haldnir á miðvikudögum eftir hádegi. Stjórnunarlaun fyrir árið 2016 voru rúmar 12 milljónir króna ef frá eru dregin launatengd gjöld. Þannig fékk formaður Lindarhvols því liðlega 327 þúsund krónur fyrir hvern fund og meðstjórnendur liðlega 216 þúsund krónur. Í stjórn Lindarhvols á þessum tíma var Þórhallur Arason formaður stjórnar en auk hans sátu í stjórninni þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Samhliða stjórnunarstörfum störfuðu stjórnarmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera; Þórhallur sem skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins en hann er nú farinn á eftirlaun, Haukur sem forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása var þá dósent við Háskóla Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52 Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Þórhallur Arason skrifstofustjóri Fjármálaráðuneytisins fékk tæpar 327 þúsund krónur greiddar fyrir hvern fund meðan hann gegndi formennsku í stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðandi er nú með rekstur Lindarhvols ehf. til rannsóknar. Meðal þess sem sjá má í ársreikningum fyrirtækisins. Lindarhvoll ehf. var stofnað 15. apríl 2016 en starfsemi félagsins lauk 7. febrúar 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu þess. Lögmannsstofan Íslög fékk sitt Þannig starfaði félagið í 663 daga, þar af 457 vinnudaga sem gerir 21 mánuð og þrjár vikur. Starfsemi Lindarhvols kostaði ríkissjóð 323.665 krónur á dag, eftir því sem Vísir kemst næst. Það kostaði sitt að reka Lindarhvol ehf. Til þess var stofnað af fjármálaráðuneytinu, í tíð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því bar að selja eignir sem ríkið fékk í fangið eftir nauðasamninga við föllnu bankana seint á árinu 2015. Verulegrar óánægju gætti með það hversu ógegnsætt ferlið virtist vera og þannig greindi Vísir til að mynda frá því í nóvember árið 2016 að engin svör bærust við fyrirspurnum þaðan. En, samkvæmt ársreikningum greiddi Lindarhvoll ehf lögmannastofunni Íslögum rúmar 102 milljónir með virðisaukaskatti. Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ef aðeins er tekið tillit til virkra daga að frádregnum virðisaukaskatti greiddi Lindarhvoll Íslögum liðlega 178 þúsund krónur á dag. Ágætlega haldnir stjórnarmenn Alls voru 16 stjórnarfundir haldnir í Lindarhvoli árið 2016. Fundir voru haldnir á miðvikudögum eftir hádegi. Stjórnunarlaun fyrir árið 2016 voru rúmar 12 milljónir króna ef frá eru dregin launatengd gjöld. Þannig fékk formaður Lindarhvols því liðlega 327 þúsund krónur fyrir hvern fund og meðstjórnendur liðlega 216 þúsund krónur. Í stjórn Lindarhvols á þessum tíma var Þórhallur Arason formaður stjórnar en auk hans sátu í stjórninni þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Samhliða stjórnunarstörfum störfuðu stjórnarmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera; Þórhallur sem skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins en hann er nú farinn á eftirlaun, Haukur sem forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása var þá dósent við Háskóla Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52 Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30
Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52
Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00
Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24