„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 15:10 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
„Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira