Regnbogabraut Skúli Ólafsson skrifar 2. október 2019 17:02 Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Þjóðkirkjan Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar