Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2019 13:15 Frá Þingeyri á Vestfjörðum. Vísir/Egill Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri samkvæmt heimildum Vísis. Málið kom upp í ársbyrjun 2018 en um það leyti lagði lögregla hald á snjallsíma mannsins sem innihélt myndskeið af stúlkum og mæðrum í sturtu. Þá voru þrír minnislyklar og spjaldtölva mannsins sömuleiðis gerð upptæk. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, segir í samtali við Vísi að strax hafi verið brugðist við þegar málið komst upp. Nýtt þil hafi verið smíðað á milli klefanna til að koma í veg fyrir iðju á borð við þessa.Mynd innan úr sundlauginni á Þingeyri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Hún segir að ekki sé hægt að átta sig á svona hugmyndaflugi fólks, jafnvel þótt hugað sé að vörnum. Um leið og komið hafi í ljós að eitthvað hafi verið athugavert hafi menn sem kunna til verka komið fyrir alla svona möguleika. Bótakröfur á hendur manninum frá brotaþolum nema 10,5 milljónum króna. Málið var nýlega þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn mun hafa flutt úr landi eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Vísir fjallaði um málið í gær en þá lá ekki fyrir hvar brotið átti sér stað eða hvaða tengsl ákærði hafði við sundlaugina. Veltu margir fyrir sér hvar málið hefði komið upp og hver ætti í hlut. Blaðamaður þekkir til eins dæmis um fyrrverandi starfsmann við sundlaug á Vestfjörðum sem hefur ranglega verið bendlaður við málið. Sá íhugar að leita réttar síns vegna slúðursagna. Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri samkvæmt heimildum Vísis. Málið kom upp í ársbyrjun 2018 en um það leyti lagði lögregla hald á snjallsíma mannsins sem innihélt myndskeið af stúlkum og mæðrum í sturtu. Þá voru þrír minnislyklar og spjaldtölva mannsins sömuleiðis gerð upptæk. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, segir í samtali við Vísi að strax hafi verið brugðist við þegar málið komst upp. Nýtt þil hafi verið smíðað á milli klefanna til að koma í veg fyrir iðju á borð við þessa.Mynd innan úr sundlauginni á Þingeyri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Hún segir að ekki sé hægt að átta sig á svona hugmyndaflugi fólks, jafnvel þótt hugað sé að vörnum. Um leið og komið hafi í ljós að eitthvað hafi verið athugavert hafi menn sem kunna til verka komið fyrir alla svona möguleika. Bótakröfur á hendur manninum frá brotaþolum nema 10,5 milljónum króna. Málið var nýlega þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn mun hafa flutt úr landi eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Vísir fjallaði um málið í gær en þá lá ekki fyrir hvar brotið átti sér stað eða hvaða tengsl ákærði hafði við sundlaugina. Veltu margir fyrir sér hvar málið hefði komið upp og hver ætti í hlut. Blaðamaður þekkir til eins dæmis um fyrrverandi starfsmann við sundlaug á Vestfjörðum sem hefur ranglega verið bendlaður við málið. Sá íhugar að leita réttar síns vegna slúðursagna.
Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34