Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:44 Ewart fyrir utan Hæstarétt Bretlands í fyrra. Hann taldi þungunarrofslög á Norður-Írlandi stríða gegn mannréttindum en vísaði málinu frá af tæknilegum ástæðum. Vísir/EPA Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður. Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður.
Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17