Lygilegur aðdragandi handtöku ökuníðings í Grafarvogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2019 15:33 Lögreglumenn höfðu hendur í hári mannsins í Grafarvogi. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59