Tálsýn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun