Hvorki stjórnarskrá né EES koma í veg fyrir hömlur á jarðakaup Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 19:00 Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín. Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín.
Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira