„Eldstöðin er að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2019 12:52 Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Náttúruvársérfræðingur segir að aukin skjálftavirkni í Heklu þurfi ekki endilega að vera fyrirboði goss en Veðurstofa Íslands hefur nýlega stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni við eldstöðina en hið nýja vöktunarkerfi sýnir fleiri og minni skjálfta. Vísir/vilhelm Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36