Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 30. september 2019 08:00 Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Netöryggi Varnarmál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun