Tuttugu þúsund króna sekt við því að stjórna rafhlaupahjóli undir áhrifum Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2019 12:00 Rafmagnshlaupahjólin njóta mikilla vinsælda. Vísir/Getty Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“ Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira