Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 10:49 Áttföldun hefur orðið á losun frá flugi á Íslandi frá 1995. Losunin hefur aukist um 240% frá 2010. Vísir/Vilhelm Flugsamgöngur losa mest af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni af einstökum atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu. Losun frá flutningum með flugi jókst um 27% frá 2016 til 2017. Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun kísiliðnaður á Íslandi auka losun frá stóriðju um 60%. Þá stefnir í að flutningar á sjó fari fram úr landbúnaði og matvælaiðnaði í losun. Alls nam losun frá flugsamgöngum 2,6 milljónum koltvísýringsígilda árið 2017 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er rúmlega áttfalt meiri losun en árið 1995. Eftir rúmlega fjórðungs aukningu á milli 2016 og 2017 áætlar Hagstofan að losunin frá flugi hafi aukist um 5% frá 2017 til 2018. Tölur fyrir 2019 liggi fyrir snemma árs 2020. Losun frá málmframleiðslu sem var lengi vel losunarfrekasta atvinnugreinin hefur verið að mestu stöðug síðasta áratuginn. Hagstofan segir að innflutningar á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendi til þess að losunin hafi áfram verið stöðug á milli 2017 og 2018. Kísiliðnaður sem nú er byggður upp á Íslandi geti hins vegar losað allt að rúm milljón tonn koltvísýrings þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Það nemi um 60% aukningu losunar frá stóriðju sem nemur fyrir um 1,8 milljón tonnum. Meðallosun frá heimilum á einstakling nam um 1,7 tonnum koltvísýringsígilda og hvers einkabíls á heimilum um fjórum tonnum.HagstofanÚtlit fyrir að flotinn taki fram úr landbúnaði Sjósamgöngur losuðu 70% meira árið 2017 en þær gerðu árið 2010. Hagstofan vísar til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneyti og kælimiðla í flutningum. Tímabilið einkennist einnig af miklum vexti í ferðamannaiðnaði. Flutningsskip og skip til skemmtiferðasiglinga eru inni í þeim tölum séu þau með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald Íslands. Hagstofan spáir því að losun frá skipaflotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði og byggir það á líkani um innflutning skipaeldsneyti, fjölda skipa í rekstri og heildarvélarafl flotans. Engu að síður hefur losun frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman. Losunin árið 2017 var rúmur helmingur þess sem hún var árið 1995 og um fjórðungi minni en hún var árið 2010.Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þegar kísiliðnaður verður kominn í fulla framleiðslu gæti losun stóriðju aukist um 60%.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mest losun á starfsmann í málmvinnslu Þegar litið er til losunar á hvern starfsmann eftir atvinnugreinum er málmframleiðsla með afgerandi mesta losun. Um 940 tonn koltvísýringsígilda hafa verið losuð á hvern starfandi einstakling frá 2008 til 2017. Í fluggeiranum hefur losun á starfsmann aukist um 70% frá 2010 til 2017 Hún er nú um 696 tonn á starfsmann. Á sama tíma jókst heildarlosun frá flugsamgöngum um 240%. Fréttir af flugi Loftslagsmál Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Flugsamgöngur losa mest af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni af einstökum atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu. Losun frá flutningum með flugi jókst um 27% frá 2016 til 2017. Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun kísiliðnaður á Íslandi auka losun frá stóriðju um 60%. Þá stefnir í að flutningar á sjó fari fram úr landbúnaði og matvælaiðnaði í losun. Alls nam losun frá flugsamgöngum 2,6 milljónum koltvísýringsígilda árið 2017 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er rúmlega áttfalt meiri losun en árið 1995. Eftir rúmlega fjórðungs aukningu á milli 2016 og 2017 áætlar Hagstofan að losunin frá flugi hafi aukist um 5% frá 2017 til 2018. Tölur fyrir 2019 liggi fyrir snemma árs 2020. Losun frá málmframleiðslu sem var lengi vel losunarfrekasta atvinnugreinin hefur verið að mestu stöðug síðasta áratuginn. Hagstofan segir að innflutningar á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendi til þess að losunin hafi áfram verið stöðug á milli 2017 og 2018. Kísiliðnaður sem nú er byggður upp á Íslandi geti hins vegar losað allt að rúm milljón tonn koltvísýrings þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Það nemi um 60% aukningu losunar frá stóriðju sem nemur fyrir um 1,8 milljón tonnum. Meðallosun frá heimilum á einstakling nam um 1,7 tonnum koltvísýringsígilda og hvers einkabíls á heimilum um fjórum tonnum.HagstofanÚtlit fyrir að flotinn taki fram úr landbúnaði Sjósamgöngur losuðu 70% meira árið 2017 en þær gerðu árið 2010. Hagstofan vísar til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneyti og kælimiðla í flutningum. Tímabilið einkennist einnig af miklum vexti í ferðamannaiðnaði. Flutningsskip og skip til skemmtiferðasiglinga eru inni í þeim tölum séu þau með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald Íslands. Hagstofan spáir því að losun frá skipaflotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði og byggir það á líkani um innflutning skipaeldsneyti, fjölda skipa í rekstri og heildarvélarafl flotans. Engu að síður hefur losun frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman. Losunin árið 2017 var rúmur helmingur þess sem hún var árið 1995 og um fjórðungi minni en hún var árið 2010.Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þegar kísiliðnaður verður kominn í fulla framleiðslu gæti losun stóriðju aukist um 60%.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mest losun á starfsmann í málmvinnslu Þegar litið er til losunar á hvern starfsmann eftir atvinnugreinum er málmframleiðsla með afgerandi mesta losun. Um 940 tonn koltvísýringsígilda hafa verið losuð á hvern starfandi einstakling frá 2008 til 2017. Í fluggeiranum hefur losun á starfsmann aukist um 70% frá 2010 til 2017 Hún er nú um 696 tonn á starfsmann. Á sama tíma jókst heildarlosun frá flugsamgöngum um 240%.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00