Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2019 19:15 Búið er að leggja hald á 28 kíló af kókaíni hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum það sem af er ári. Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. Þá eru sex aðrir í varðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl í aðskildum málum, meðal annars Íslendingur sem nýlega hlaut dóm í Bitcoin málinu. Þann 12. september síðastliðinn voru tveir erlendir karlmenn handteknir í Leifsstöð fyrir að hafa reynt að flytja fimm og hálft kíló af kókaíni til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efnið falið í þremur ferðatöskum sem mennirnir voru með. Þeir ásamt sex örðum eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl. „Yfir heildina eru átta í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/AðsendÞrjú málanna komu upp í september en hin í ágúst. „Í þessum þremur málum sem eru til rannsóknar höfum við lagt hald á sjö kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór en auk mannanna tveggja sem teknir voru með fimm og hálft kíló var íslensk kona á fertugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku en hún var stöðvuð í flugstöðinni með hálft kíló af kókaíni, sem var falið í fimmtíu pakkningum í nærfötum hennar. Nokkrum dögum áður var íslenskur karlmaður, sem hafði komið frá Barcelona á Spáni, stöðvaður á flugvellinum með rúmt kíló af kókaíni í ferðatöskunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða mann sem í upphafi árs var dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin málinu svokallaða, einum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur enn ekki tekið það fyrir. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um málið. Þá eru fjórir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygsl, frá því í síðasta mánuði. „Það sem af er ári höfum við lagt hald á 38 kíló og þar af eru 28 kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór sem hefur áhyggjur af þróuninni. „Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta fyrst menn eru að reyna þetta í svona miklu magni, það liggir fyrir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. Þá eru sex aðrir í varðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl í aðskildum málum, meðal annars Íslendingur sem nýlega hlaut dóm í Bitcoin málinu. Þann 12. september síðastliðinn voru tveir erlendir karlmenn handteknir í Leifsstöð fyrir að hafa reynt að flytja fimm og hálft kíló af kókaíni til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efnið falið í þremur ferðatöskum sem mennirnir voru með. Þeir ásamt sex örðum eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl. „Yfir heildina eru átta í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/AðsendÞrjú málanna komu upp í september en hin í ágúst. „Í þessum þremur málum sem eru til rannsóknar höfum við lagt hald á sjö kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór en auk mannanna tveggja sem teknir voru með fimm og hálft kíló var íslensk kona á fertugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku en hún var stöðvuð í flugstöðinni með hálft kíló af kókaíni, sem var falið í fimmtíu pakkningum í nærfötum hennar. Nokkrum dögum áður var íslenskur karlmaður, sem hafði komið frá Barcelona á Spáni, stöðvaður á flugvellinum með rúmt kíló af kókaíni í ferðatöskunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða mann sem í upphafi árs var dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin málinu svokallaða, einum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur enn ekki tekið það fyrir. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um málið. Þá eru fjórir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygsl, frá því í síðasta mánuði. „Það sem af er ári höfum við lagt hald á 38 kíló og þar af eru 28 kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór sem hefur áhyggjur af þróuninni. „Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta fyrst menn eru að reyna þetta í svona miklu magni, það liggir fyrir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11