Ákærður fyrir að hafa hótað starfsmanni TR: „Ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2019 20:45 Lögregla fann einnig haglaskot í náttborðsskúffu á heimili mannsins. Vísir/Sigurjón. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira