Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. september 2019 10:45 Um hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka í dag vegna skipulagsbreytinga. fréttablaðið/ernir Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Ástandinu í höfuðstöðvum bankans hefur verið lýst sem skelfilegu af starfsfólki sem fréttastofa hefur heyrt hljóðið í en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem missa vinnuna starfa þar. Margir eru í sárum og starfsfólkið huggar hvert annað. Enginn mun ná að vinna í dag, eins og einn starfsmaður bankans orðaði það í samtali við Vísi, en svona dagar séu örugglega erfiðastir fyrir fólkið í framlínunni þar sem það þarf að halda andliti í útibúunum og sinna viðskiptavinum. Einstaklingssamtöl hófust í morgun við þá starfsmenn sem missa vinnuna og verða fram eftir degi, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Arion banka. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu umfangsmeiri en stofnunin bjóst við. „Þessi tilkynning um hópuppsögn var send til okkar núna í morgun og tekur gildi 1.október. Þetta er á öllum sviðum,“ segir Unnur. Hún segir að stofnunin muni biðja um frekari greiningar því þeim sem sagt er upp eru með mislangan uppsagnarfrest. „Bankinn hefur ákveðið að bæta við einum mánuði við alla. Síðan þeir sem eru í elsta aldursflokknum fá auka þrjá mánuði. Munurinn á þessari og öðrum hópuppsögnum er sá að þetta fólk er ekki að koma inn til okkar allt á sama tíma, sem að gerir þetta aðeins einfaldara. Við munum setjast yfir þetta eftir hádegi í dag og aðeins skoða hvað við munum gera í þessu sambandi. Það liggur fyrir,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Ástandinu í höfuðstöðvum bankans hefur verið lýst sem skelfilegu af starfsfólki sem fréttastofa hefur heyrt hljóðið í en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem missa vinnuna starfa þar. Margir eru í sárum og starfsfólkið huggar hvert annað. Enginn mun ná að vinna í dag, eins og einn starfsmaður bankans orðaði það í samtali við Vísi, en svona dagar séu örugglega erfiðastir fyrir fólkið í framlínunni þar sem það þarf að halda andliti í útibúunum og sinna viðskiptavinum. Einstaklingssamtöl hófust í morgun við þá starfsmenn sem missa vinnuna og verða fram eftir degi, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Arion banka. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu umfangsmeiri en stofnunin bjóst við. „Þessi tilkynning um hópuppsögn var send til okkar núna í morgun og tekur gildi 1.október. Þetta er á öllum sviðum,“ segir Unnur. Hún segir að stofnunin muni biðja um frekari greiningar því þeim sem sagt er upp eru með mislangan uppsagnarfrest. „Bankinn hefur ákveðið að bæta við einum mánuði við alla. Síðan þeir sem eru í elsta aldursflokknum fá auka þrjá mánuði. Munurinn á þessari og öðrum hópuppsögnum er sá að þetta fólk er ekki að koma inn til okkar allt á sama tíma, sem að gerir þetta aðeins einfaldara. Við munum setjast yfir þetta eftir hádegi í dag og aðeins skoða hvað við munum gera í þessu sambandi. Það liggur fyrir,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent