Til fjölmiðla og upplýsingafulltrúa borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. september 2019 10:45 Í borginni starfa upplýsingafulltrúar sem eru í raun upplýsingafulltrúar meirihlutans. Eftir fundi senda þeir frá sér tilkynningar sem gjarnan slá ryki í augu fólks. Sagt er að borgarstjórn samþykkti eða borgarráð samþykkti o.s.frv. eins og allir sem einn hafi samþykkt eitthvað mál. Í krafti eins manns meirihluta þá eru mál samþykkt og þrátt fyrir mikla andstöðu hinna flokkana. Í borgarstjórn hafa allir flokkar atkvæðarétt. Þegar mál er samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans en gegn 11 atkvæðum minnihlutans birtist engu að síður fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúum meirihlutans sem segir „borgarstjórn samþykkti“. Þessu þarf að breyta. Mjög oft er komið að máli við mig og ég spurð af hverju ég hafi samþykkt hin ýmsu mál meirihlutans. Þá fellur það í minn hlut að útskýra að ég hafi verið málunum andvíg eða setið hjá. Sú tilhögun að tilkynna að „borgarstjórn eða borgarráð samþykkti“ gefur almenningi ranga hugmynd um afstöðu borgarfulltrúa. Flokkur fólksins lagði fram tillögu fyrr á árinu um að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Hún hljóðaði svona:Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum. Við þessari tillögu hefur ekki verið brugðist og enn eru sendar út fréttatilkynningar á borð við „borgarstjórn samþykkti“ og enn eru borgarfulltrúar sem ekki eru með atkvæðarétt spurðir „samþykktir þú þetta virkilega?“ Það ætti ekki að flækja störf upplýsingafulltrúa borgarinnar um of að segja í staðinn að meirihluti borgarstjórnar hafi samþykkt tiltekin mál gegn atkvæðum fulltrúa nánar tiltekinna flokka.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Tengdar fréttir Almannatengsl í þágu þjóðar Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. 25. september 2019 07:00 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Í borginni starfa upplýsingafulltrúar sem eru í raun upplýsingafulltrúar meirihlutans. Eftir fundi senda þeir frá sér tilkynningar sem gjarnan slá ryki í augu fólks. Sagt er að borgarstjórn samþykkti eða borgarráð samþykkti o.s.frv. eins og allir sem einn hafi samþykkt eitthvað mál. Í krafti eins manns meirihluta þá eru mál samþykkt og þrátt fyrir mikla andstöðu hinna flokkana. Í borgarstjórn hafa allir flokkar atkvæðarétt. Þegar mál er samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans en gegn 11 atkvæðum minnihlutans birtist engu að síður fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúum meirihlutans sem segir „borgarstjórn samþykkti“. Þessu þarf að breyta. Mjög oft er komið að máli við mig og ég spurð af hverju ég hafi samþykkt hin ýmsu mál meirihlutans. Þá fellur það í minn hlut að útskýra að ég hafi verið málunum andvíg eða setið hjá. Sú tilhögun að tilkynna að „borgarstjórn eða borgarráð samþykkti“ gefur almenningi ranga hugmynd um afstöðu borgarfulltrúa. Flokkur fólksins lagði fram tillögu fyrr á árinu um að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Hún hljóðaði svona:Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum. Við þessari tillögu hefur ekki verið brugðist og enn eru sendar út fréttatilkynningar á borð við „borgarstjórn samþykkti“ og enn eru borgarfulltrúar sem ekki eru með atkvæðarétt spurðir „samþykktir þú þetta virkilega?“ Það ætti ekki að flækja störf upplýsingafulltrúa borgarinnar um of að segja í staðinn að meirihluti borgarstjórnar hafi samþykkt tiltekin mál gegn atkvæðum fulltrúa nánar tiltekinna flokka.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Almannatengsl í þágu þjóðar Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. 25. september 2019 07:00
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun